Morgunn - 01.06.1922, Page 91
MORGUNN
85
ir gagn af mér, og kom móður í mig. Svo fór eg, og varð
fátt um kveðjur. Og búinn er draumurinn.
Eg fór til Margrétar á næstu vinnuhjúa skildaga og
var heilsugóð alt vorið og sumarið fram undir göngur.
Þá fór eg að fá verk í þumalfingurinn á vinstri hendinni
og kom Rvartur blettur, eins og títuprjónshaus á stærð,
framan í góminn upp undir nöglinni. Verkur og bólga
kom í fingurinn, svo mikil að eg lagðist í rúmið og lá i
hálfan mánuð. Þá gat eg skriðið inn á Blöndós með
veikum burðum til verzlunarstjóra Péturs Sæmundsen.
Hann var nærfærinn; en Júlíus héraðslæknir í Klömbrum
var suður í Reykjavík. Sæmundsen skar i fingurinn og
færði út úr honum blóð og gröft, hátt í undirskál, og
mikið daginn eftir. Eg var hjá honum, þangað til lækn-
irinn kom að sunnan og svo fór eg vestur að Klömbrum
og var hjá lækni í 12 vikur. Hann tók 8 bein úr fingr-
inum, hélt að kjúkurnar mundu grafa í sundur, svo að
hann mætti taka fingurinn af. En ekki varð þess þörf.
Ber eg siðan stuttan og ljótan staurfingur, sem eg
kenni huldukonunni um.
Herdls Gróa Gunnlaugsdóttir.
Eftirfarandi draumar eru frá frú Helgu M. Kristjáns-
dóttur á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem virðist draum-
spökust þeirra Islendinga, sem vér höfum sögur af.
3. Síðasta kveðjan.
Nóttina fyrir 15. jan. 1921 dreymdi mig þennan
draum:
Mér var sagt, að komnir væru 4 menn, og segðust
allir ætla að kveðja mig í síðasta sinni. Mér varð hverft
við þessi skilaboð, en geng þó út til mannanna. Þá sé
eg fyrBt Snorra bónda á Steðja hér i sókninni og annan
raann hjá honum. Mér kemur þá strax í hug, að nú sé
Snorri að búa sig burt frá Steðja, því að eg þóttist muna