Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 98
92
MORGUNN
Vér göngum að því vísu, að lesendum Mobquns muni
þykja gaman að því að fá einhverja hugmynd um, hvern-
ig síra H. N. var tekið, og prentum hér því ofurlítil sýn-
ishorn.
Svo skilst manni, sem leiðtogar danska heimatrúboðs
ins hafi verið hinir verstu. »Krísteligt Dagblad* var all-
óvingjarnlegt. En út yfir tekur grein, sem Asschenfeldt-
Hansen prestur ritaði í »Den indre Missions Tidende*.
Vér getum ekki stilt oss um að prenta hana hér — aðal-
lega í þvi skyni, að lesendum Mokguns gefist kostur á að
sjá muninn á þeim anda, er rikir í danska heimatrúboð-
inu og hinni islenzku kirkju.
Asschenfeldt-Hansen prestur kemst svo að orði:
»Veslings Island!
»Það verður víst ekki hjá því komist að kveða svo að
orði, þar sem annað eins ber við á þessum dögum og það,
að prófessor í »guðfrœði« frá Islandi — já það eru ekki
ósannindi, að hann er kallaður það og á víst að vera það:
prófe8Sor í guðfræði ferðast um og vegsamar spiritismann
sem blessun fyrir kirkjuna. Það gefur mönnum heldur
en ekki skilning á, hvað menn dirfast að bjóða guðfræði-
nemendum á Islandi! Hugsið ykkur mann, sem er skip-
aður til þess að leiðbeina prestaefnum Islands, og ferðast
um og mælir með hinu djöfullega háttalagi spíritismans!
Að 8piritisminn sé djöfullegt athæfi, mótþrói og uppreist
gegn guðs vilja, það er svo sjálfsagt, að það er ekki fyrir
annað en rangsnúinn vilja, að nokkur maður dirfist að
neita því. Því að orð drottins segir skýlaust: »Eigi skal
nokkur finnast hjá þér — — sem er særingamaður----------
eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá er
slíkt gerir, er drotni andstyggilegur«. — Drotni andstýggi-
legur — það eru alvarleg orð Það er slík andstygð í
augurn drottins, sem þessi íslenzki prófessor viðfrægir
frammi fyrir mannfjöldanum á ferðum sinum. Og að
sjálfsögðu gerir hann það líka á íalandi meðal stúdent-
anna. Já, hann skákar eömuleiðis í því hróksvaldi, að á
Islandi hafir fyrir nokkrum árum verið biskup, sem hafi
verið spíritismans megin. Veslings Island! Það sem
drottinn fyrirdæmir sem andstygð, það lofa þeir mennirn-
ir hástöfum, sem vilja láta nefna sig andlega leiðtoga.
Sannarlega hljóma kveinstafir drottins yfir öðru eins.
Allir hinir illu andar spíritismans afneita Jesú sem guðs