Morgunn - 01.06.1932, Page 69
MORGTJNN
63
um hríð líkast því, sem tveir ólíkir persónuleikar væru að
þrátta um eitthvað og var auðheyrt, að Finna var annar
þeirra, en dauft bergmál af rödd hins heyrðist jafnframt.
Ekki varð samt af því, að Finna léti hann koma í gegn í
það sinn, en hún endurtók tvö nöfn„ er henni heyrðist
hann segja; þessi nöfn voru Jóhann og Jónas, „en hann
heitir hvorugu nafninu'*, sagði hún. Hann vildi skila ein-
hverju, en hún kvaðst ekki geta náð því. Sneri hún sér
nú að öðru um hríð, en von bráðar gat hún þess, að hún
viki frá og léti þennan mann koma sjálfan, því hún hefði
engan frið fyrir honum. Eftir örstutta stund heyrðum við
til hans sjálfs. Rödd hans var í fyrstu óskýr og veik, en
henni óx þróttur og styrkur, uns hann náði fullu valdi
á kraftinum. Heilsaði hann öllum mjög innilega, og lét
í ljósi ánægju sína yfir því, að hann gæti nú sjálfur tal-
að við mig. Gat þess jafnframt, að hann hefði áður viljað
segja Jóhann en ekki Jóhannes, þetta hefði afbakast hjá
sér, en það yrði allt af erfiðara að leiðrétta það, er yrði
skakkt í fyrsta sinni. „Þú þekkir hann Jóhann“, sagði
hann við mig; „eg bið kærlega að heilsa honum. Eg sá
bréfið á borðinu hjá þér í dag, eg var inni hjá þér, þang-
að til þú varst hér um bil búinn að skrifa það“. „Sástu
hverjum eg var að skrifa?“ spurði eg. „Þú áttir nú eftir
að skrifa kveðjuna, og svo varstu ekki búinn að skrifa
utan á það, þegar eg fór, en öðrum hvorum bræðra minna
varstu að skrifa, því þú skrifar ekki öðrum en þeim svona
bréf. „Við vorum oft saman, þá töluðum við stundum um
bækur og efni í bókum, stundum um ljóðabækur; mig
minnir, að eg hafi haft mestar mætur á einni sérstakri
ljóðabók. En nú held eg, að eg sé búinn að gleyma því, eft-
ir hvern hún var, ætti eg þó að muna það um þá bók; eg
ætla að reyna að rifja það upp. Jú, nú man eg það, hún
var eftir Jónas Hallgrímsson. Meira er mér ekki unt að
segja í þetta sinn, eg ætla heldur að reyna til að koma oft-
ar, ef eg get, og hafa þá æfinlega eitthvert smáatvik með
mér; betra að hafa lítið í einu og reyna til að koma þvi