Kylfingur - 01.05.2004, Page 19
Meðal gesta við vígslu golfvallarins
var Hermann Jónasson forsœtis-
ráðherra og eiginkona hans Vigdís
Oddný Steingrímsdóttir.
A myndinni er einnig Friðrik
krónprins og ríkisarfi Danmerkur.
teikningar lágu fyrir að. Tveir stjómarmenn, Ásgeir Ólafsson og Friðþjófur O. Johnson, undu
þessum málalokum illa og sögðu sig úr stjóminni.
Eftir fundinn var strax haíist handa og með góðra manna hjálp tókst að byggja húsið á
skömmum tíma. 17. október 1937 hélt stjómin sinn fyrsta fund í húsinu sem þá var ekki full-
gert að innan. í fundargerð segir: „Var kynt í miðstöð með klepruðu spreki og auk þess kveikti
formaður á voldugri ferðaolíuvél í kennararherberginu....“ Ástandið batnaði fljótt og þess má
geta að um tíma var golfskálinn eitt helsta samkomuhús Reykvíkinga.
Vígsla golfvallarins og golfskálans
Það var mikið um dýrðir hjá félögum í Golfklúbbi íslands 1. ágúst 1938. Þá fór fram vígsla
nýja golfvallarins í Öskjuhlíðinni og klúbbhússins. Við athöfnina vom Friðrik, krónprins
íslands og Danmerkur, og Ingrid krónprinsessa og vígði Ingrid völlinn. Eftir að forseti bæjar-
stjómar, Guðmundur Ásbjömsson, hafði óskað Golfklúbbnum til hamingju í stuttri ræðu
steig krónprinsessan á stokk, klippti á silkiborða, er hélt saman tveimur íslenskum fánum og
mælti á íslensku: „Ég óska Golfklúbbi íslands allra heilla og farsældar".
Að loknum ræðuhöldum var farið að fyrsta teig. Þar var prinsessunni boðið að slá fyrsta
höggið. Færðist hún undan þeirri beiðni þai' sem hún hafði ekki leikið golf í fjögur ár. Það féll
í hlut golfmeistara klúbbsins, Helga H. Eiríkssonar, að slá vígsluhöggið. Ekki var þetta fyrsta
höggið á vellinu, klúbbfélagar höfðu leikið hann um tíma. Með vígslu vallarins hafði verið
beðið þar til klúbbhúsið var tilbúið. Þegar vígslu vallarins var lokið var prinsessunni boðið að
gerast heiðursfélagi klúbbsins og þáði hún það. Varð þar með fyrsti heiðursfélaginn.
Vígsluhöggið. Þegar Ingrid krónprinsessa treysti sér ekki til að slá fyrsta höggið eftir vígsluna kom
það í hlut golfmeistara klúbbsins Helga H. Eiríkssonar. A myndinni tekur hann létta œfingasveiflu
áður en hanti lcetur boltann fljúga.
KYLFINGUR 17