Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 24
samþykkja að láta GR hafa 40 hektara land í Grafarholti. Helsta eign klúbbsins var golfskál-
inn í Öskjuhlíðinni og þegar samningar um Grafarholtslandið voru komnir vel á veg bauð
bærinn klúbbnum 600.000 kr. fyrir skálann og 100.000 kr. í styrk til golfvallargerðar.
Þar sem samningurinn var samþykktur eftir aðalfund 1958 var boðað til auka aðalfundar
12. júní 1958 þar sem þetta tilboð var lagt fyrir fundinn. Milli fundanna gerðist það að for-
maður GR, Þorvaldur Ásgeirsson, sagði af sér vegna ágreinings við kappleikjanefnd. Hafði
því varaformaður, Ragnheiður Guðmundsdóttir, tekið við formennsku, en hún hafði reynst
mjög vel í samningalotunni við bæjarstjóm, enda fyrrum bæjarstjómarmaður. Þorvaldur varð
síðan aftur formaður 1963 og gegndi embættinu til 1966. Ragnheiður var einróma kosin for-
maður á aukaaðalfundinum og samningurinn við Reykjavík einnig einróma samþykktur.
Ragnheiður varð þarna fyrsta konan til þess að verða formaður golfklúbbs á íslandi og senni-
lega ein af þeirn fyrstu í heiminum til þess að gegna slíkri stöðu í því karlavígi sem golfí-
þróttin var. Ragnheiður var kjörin heiðursfélagi GR á aðalfundi árið 2001.
Sambýli kylfinga og barna
Ekki var hætt að nota Öskjuhlíðarvöllinn næstu árin þó komið væri loforð fyrir landi í
Grafarholtinu, enda kom í ljós þegar byrjað var að ryðja fyrir brautum í Grafarholtinu að
langt var í land með að skapa leikhæfan völl og fékk GR afnot af vellinum í Öskjuhlíðinni
lengur en samið hafði verið um. En segja má að í lokin hafi byggingaryfirvöld bæjarins ver-
ið farin að ókyrrast þar sem á vellinum og landinu umhverfis var gert ráð fyrir stórri íbúðar-
byggð, þjónustustöðum og vegalagningu. Áður en yfir lauk hafði bærinn tekið hluta af golf-
skálanum til sinna afnota enda þegar orðinn eigandi skálans. Vai' þar rekin æskulýðsstarf-
semi.
Ekki er heldur hægt að segja að farið hafi vel um kylfmga á Öskjuhlíðarvellinum síðustu
árin. Reykjavík hafði þanist út og golfvöllurinn dró að sér böm að leik. í skýrslu sinni á að-
alfundi GR árið 1959 segir Ragnheiður Guðmundsdóttir formaður: „....völlurinn hafi vart
verið í leikhæfu ástandi um nokkurt skeið, þar sem hann hefur öðrurn þræði verið barnaleik-
völlur með öllunr þeim óþægindum fyrir okkur og ekki síður hættu fyrir bömin, sem það tví-
býli hefur haft í för með sér.“ Þetta sambýli og önnur óþægindi þurfti GR að sætta sig við til
ársins 1963 að farið var að leika í Grafarholtinu.
Við skulum láta Halldór Hansen lækni, einn þekktasta félaga Golfklúbbs Reykjavíkur á
fyrstu árunum og fyrsta einherja íslands, hafa síðasta orðið í kaflanunr um Öskjuhlíðarárin.
Þessi orð mælti hann á fimmtán ára afmæli klúbbsins árið 1949: „Golfklúbbur Reykjavíkur
er nú að komast af gelgjuskeiðinu, hann hefur verið efnilegur og bráðþroska unglingur. Hann
þarf þó að stækka úr níu holum í átján holur og meðlimum að fjölga, svo telja megi þá í þús-
undum í stað hundruða“.
-HK
i r\j s\i
Elsta golfmótið
Elsta golfmótið sem enn er haldið í dag í dag er Bændaglíma Golf-
klúbbs Reykjavíkur. Fyrsta bændaglíman var háð 20. október 1935 og
hefur hún verið haldin árlega síðan og er lokamót klúbbsins. ( boðsbréfi
sem meðlimir í Golfklúbbi íslands fengu sent segir meðal annars: „Fyrir-
komulag keppninnar er að stjórn klúbbsins hefur kosið tvo foringja, brautryðj-
endur fþróttarinnar hér á landi, læknana Gunnlaug Einarsson og Valtý Albertsson.
Peir skipta síðan milli sín öllum þeim félagsmönnum sem eitthvað hafa leikið golf og raða þeim saman. Er því hér
um einhverskonar bændaglímu í golfi að ræða...." ( umsögn um mótið í Kylfingi segir: „Var barist hart af kappi miklu,
með blóti og broa, frá kl. 10 að morgni til 5 að kvöldi og mátti ekki á milli sjá. Gaf þar að líta stór högg og snarpar
sveiflur og hlífði enginn vopnum né verjum. Lauk orrustunni svo að hvorugur sigraði í það sinn....“
Sérreglur fyrir golfuöllinn að Uöllum í Skagafirði
Sú einkennilega ákvörðun var tekin af Golfsambandi íslands árið 1944 að búa til 9 holu golfvöll í landareign Valla í
Skagafirði og halda þar Landsmót. Landið var aðalbithagi jarðarinnar svo ýmislegt varð að taka með í reikninginn við
gerð sérreglna. ( þeim segir meðal annars: Ef bolti fellur í tað eða mykju á vellinum má taka hann upp og láta hann
falla skv. St. Andrews golfreglum. Ef bolti grefst í sand má sópa sandinum af efri helming hans áður en hann er
sleginn: Á 7. og 8. braut má hreyfa bolta, er fellur og grefst í mýri. Af þessu má sjá að ekki var um venjulegan
golfvöll að ræða. Eins og áður sagði var þetta aðalbithagi jarðarinnar og segir í Kylfingi að kýrnar hafi verið einkum
áhugasamir áhorfendur og virtist sem þeim þætti mikið til koma hinna fögru og litskrúðugu flatarflagga og við bar að
þær skyldu eftir hvimleiðar menjar um komu sína.
FORMENN FRA
14. DESEMBER 1934
1934-1944
Cunnlaugur Einarsson
1945-1948
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson
1949-1954
Ólafur Císlason
1955
Hörður Ólafsson
1956-1958
Porvaldur Ásgeirsson
1958
Ragnheiður Guðmundsdóttir
1959-1961
Helgi H. Eíríksson
1962
Cuðlaugur Cuðjónsson
1963-1966
Þorvaldur Ásgeirsson
1967-1969
Ólafur Bjarki Ragnarsson
1970-1972
Svan Fríðgeirsson
1973-1974
Cuðmundur S. Cuðmundsson
1975
Cyða Jóhannsdóttir
1976
Svan Friðgeirsson
1977-1978
AríF. Cuðmundsson
1979-1980
Magnús R. Jónsson
1981-1982
Svan Friðgeirsson
1983-1985
Karl Jóhannsson
1986-1989
Hannes Cuðmundsson
1990-1992
Cuðmundur Björnsson
1993-1998
CarðarEyland
1999-
Cestur Jónsson
22 KYLFINGUR