Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 64
heiður Guðmundsdóttir, sem tók við for-
mannsembættinu um tíma. Hún fór í öll
mál af miklum krafti. Hún hafði unnið
mikið að bæjarmálum og þekkti allt kerf-
ið og það var hún sem gerði samninginn
við borgina um afnot af landinu til 99 ára
með góðri aðstoð Sveins Snorrasonar,
lögfræðings, sem var einnig í stjóminni.
Það var ýmislegt í ólestri þegar hún tók
við klúbbnum. Hún var ekki lengi for-
maður en gerði heilntikið gagn.
Helgi H. Eiríksson, sem hafði verið for-
seti GSI, tók við formennsku af Ragn-
heiði. Eg hafði verið í stjórn með Ragn-
heiði og hélt áfram með Helga. Dag einn
eftir stjórnarfund í frábæru veðri, ætli það
hafi ekki verið 1959 eða 1960, sátum við
Helgi á kletti rétt fyrir ofan þar sem nú er
fyrsti teigur og virtum fyrir okkur völlinn
sem byrjað var að móta. Útsýnið var stór-
kostlegt og þá fengum við þá hugdettu að
á þessu svæði ætti golfskálinn að vera og
hvergi annars staðar. Eftir á að hyggja var
engin skynsemi á bak við ákvörðun okk-
ar. Staðsetja hefði átt skálann nálægt 10.
teig. En útsýnið var svo frábært að við lét-
um glepjast.
Eg er ákaflega montinn af Grafarholts-
vellinum. Það stafar ekki síst af því að
ekki var stingandi strá í landinu þegar við
tókum við því. í dag er þar einn besti og
sérstakasti golfvöllur í heiminum. Ég fer
ekkert ofan af því. Þeir sem spila völlinn í
dag og þekkja ekki söguna geta ekki gert
sér grein fyrir því hversu umhorfs var
þama. Grjót, urð og mold. Ég hefði viljað
koma Grafarholtsvellinum í heimsmeta-
bók Guinness þar sem þess væri getið að
í Grafarholtinu hefði verið byggður
heimsklassagolfvöllur í landi sem á ekki
að vera möguleiki á að gera golfvöll. Ég
fer með útlendinga á völlinn sem eiga
ekki orð til að lýsa hrifningu á honum og
trúa mér ekki þegar ég segi þeim hvemig
landið var. Golfskálinn var svo saga út af
fyrir sig. Við vomm lengi aðeins með að-
stöðu í kjallaranum og ég held að ég og
fleiri hafi málað húsið þrisvar áður en
farið var að nýta það til fulls. Það vantaði
allt til alls og þá ekki síst peninga.
Mikil breyúng
Alltfrá því Olafurfór að spila golffyrir
tœpum sextíu árum hejur hann lioift upp
á miklar breytingar í golfinu hér á landi.
Horft upp á marga félaga sína hveifa af
sjónarsviðinu, fylgst með úrfjarska þeirri
miklu byltingu sem orðið hejur, samt ekki
legið á sínum skoðunum þegar við á.
Ahuginn á íþróttinni hefur aldrei dofnað
og er hann alltaf jafn spenntur að hefja
leik og þó hann sé með þriggja hjóla raf-
magnsvagn þá labbar hann yfirleitt með
henni:
„Ég fer í golf hvem einasta dag ef ég
mögulega get, vetur sem sumar. Ef ekki er
hægt að leika golf vegna snjóa þá stika ég
holumar frá teig að flöt til að fá hreyfmg-
una. Rafmagnskerran er til að auðvelda
mér og til öryggis. Ég er með hjartaloku
sem gerir það að verkum að ég mæðist, en
yfirleitt geng ég með kerrunni. Þeir em
það góðir þessir þriggja hjóla vagnar að
þeir keyra sig sjálfir á gönguhraða. Margir
slíkir vagnar eru komnir í umferð og þeim
fer fjölgandi.
Sem betur fer hefur áhuginn á golfinu
aldrei minnkað og er ég alltaf jafn spennt-
ur eftir að byrja leik. Golfið er mér lífs-
nauðsyn og ég tel mig mjög heppinn að
hafa átt möguleika á að kynnast íþróttinni
þegar hún var ekki eins mikil almennings-
íþrótt og í dag. Svo er það annað mál að
það verður að hafa gaman af ef ætlunin er
að stunda golfið sér til heilsubótar. Það
nægir ekki að hugsa eingöngu um heils-
una, ánægjan verður einnig að vera með.
Góður vinur minn og spilafélagi, Sveinn
Snorrason, sagði eitt sinn við mig; „Óli,
hvar væmm við í dag ef ekki væri golfið,
líklegast dauðir.“
-HK
r L .1,1 >• ' i
L ki - 1 1 V I
TLÁ . M cirri
• *** Lós. %-yjHí ■ v 1-
Góðir vinir og spilafélagar. Jóhann Eyjólfsson, Sveinn Snorrason og Ólafur Agúst Ólafsson hafa leikið saman golfí marga áratugi og allir lát-
ið málefni golfs á Islandi mikið til sín taka. Allir voru þeir ífremstu röð þeirra kylfinga sem létu drauminn rœtast um að gera í Grafarholtinu golf-
völl í lieimsklassa. Myndin er tekin í Grafarholtinu nú í byrjun maí
62 KYLFINGUK