Kylfingur - 01.05.2004, Blaðsíða 93
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson
rýnir í reglubókina á heimili si'na að
Klapparstíg 1 í Reykjavík.
hafi verið fjær holu. Ég var kallaður til og þar sem erfitt var að
sjá hvor var fjær holunni stikaði ég lengdimar frá holu að bolta.
Frakkinn hafði rétt fyrir sér, hann var lengra frá holunni. Hann
mátti afturkalla höggið og gerði það. Þetta varð til þess að Frakk-
ar unnu leikinn.
Hitt tilfellið gerðist á 10. holu. Ég stóð uppi á hæðinni og sé að
Frakkinn tekur upp 100 metra hælinn, sem er bannað, og slær inn
á flöt. Ég fór til hans og spurði hvort hann hafi tekið upp hælinn.
Hann játaði því. Ég sagði sem var að það væri ekki leyfilegt og
hann væri þar með búinn að tapa holunni. Daninn sem kominn
var til okkar segir þá: „Ég vil ekki vinna holuna á þennan hátt.“
Þetta mátti hann og þar með var afskiptum mínum af þessu at-
viki lokið nema ég sagði við Frakkann að það minnsta sem hann
gæti gert væri að setja hælinn aftur á sama stað, en það hafði
hann ekki gert. Daninn vann svo leikinn á endanum. Danski
kapteinninn hafði fylgst með þessu úr fjarlægð og ég sá að hann
hafði eitthvað við sinn mann að segja á næsta teig, enda alveg
óþarfi að vera gefa eftir þegar þekkingar- og kæruleysi á í hlut.
Annað atvik sem mér er minnisstætt gerðist einnig í Grafar-
holtinu. Var um að ræða síðasta holl í Landsmóti á síðasta degi.
Úlfar Jónsson sló bolta sinn í sandglompu á 1. braut. Var boltinn
hægra megin í glompunni. Meðan hann var að huga að boltanum
fór kylfusveinninn hans, sem í þessu tilfelli var eiginkona hans,
að ná í hrífuna sem var í hinum enda sandglompunnar. I leiðinni
rakaði hún spor sem voru í glompunni. Það var kallað á mig þar
sem keppendur voru í vafa um hvort kylfusveinn mætti gera
þetta. Ég gat sagt þeim að hún hefði mátt gera þetta svo fremi að
það hafi verið gert án vitundar leikmannsins og það var raunin,
þannig að Úlfar slapp við víti. í dag hefði hann fengið tvö högg
í víti þar sem reglunni var breytt að þessu leyti, um síðustu ára-
mót.
Meira golf
Þú hefur verið meira áberandi á golfvellinu í hlutverki dómara
Iteldur en spilara. Á ekki aðfara að breyta til ogfara meira út á
völl til að spila?
„Jú það er kominn tími til að spila meira en ég hef gert og er
ég ákveðinn í að svo verði í sumar. Ég fór til Florida í nóvember
síðastliðnum til að spila og æfa mig og ætla aftur út í haust. I
millitíðinni ætla ég að spila hér heima eins og ég get. Ég verð að
sjálfsögðu einnig í dómarastarfinu og hef þegar tekið að mér að
dæma í Landsmótinu uppi á Skaga ásamt Hinriki Gunnari
Hilmarssyni. Helsta breytingin er að ég mun ekki dæma í ár í
Meistaramóti GR eins og ég hef gert undanfarin ár. Ætla að fara
og fylgjast í fyrsta sinn með Opna breska mótinu, sem haldið
verður á Royal Troon. Það verður örugglega skemmtilegt."
Svona í lokin er ágœtt að fá þig til að segja kylfingwn hvað
þeim erfyrir bestu þegar kemur að reglum?
„Ég vil aðeins benda kylfingum á að golf er ekki dauðans
alvara, nema kannski þegar atvinnumaður á í hlut. Golfið er hans
lifibrauð. Fyrir aðra er golfið leikur. Það er sjálfsagt að kynna sér
reglumar vel þar sem golf er íþrótt sem gerir kröfur til heiðar-
leika og réttsýni vegna þess að menn em oft dómarar í eigin máli
í golfi. En fyrst og fremst er að hafa gaman af leiknum og njóta
þess að hafa tækifæri til að stunda skemmtilega íþrótt og njóta
útivemnnar í leiðinni. -HK
KYLFINGUR 91