Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 9

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 9
BARNABLAÐIÐ 9 Af hverju ferð þú í kirkjuskólann? — Ég fer í kirkjuskólann til þess að lofa Guð og heyra meira um hann. Nokkrar vinkonur mínar eru líka í kirkjuskólanum og ég hitti þær þar. Trúir þú á Guð? — Já, ég trúi á Guð. Mér finnst gott að trúa á hann. Ég bið til hans á morgnana og á kvöldin og oft tala ég við hann með sjálfri mér í skólanum. Til dæmis þegar ég meiði mig. Á morgnana þegar ég vakna bið ég Jesú að vernda huga minn, hjarta, sál og líkama og allt sem ég geri. Svo segi ég við sjálfa mig: Ég hertek hverja hugsun til hlýðni við Krist. Þá man ég betur eftir því að hlýða og vera góð allan daginn. Svo fer ég með bænina: „Nú er ég klæddur og kominn á ról.“ Á kvöldin les ég stundum upp úr Biblíunni. Ég á Barnabiblíuna og les hana oft. Svo bið ég til Guðs. Ég bið fyrir foreldrum mínum og afa og ömmu. Ég bið hann að leyfa þeim að lifa vel og lengi. Ég bið líka fyrir vinum mínum, skólan- um mínum og mörgum öðrum. Núna er ég að biðja Guð um að gefa mér hund. Ég veit að það er ekki nóg að biðja Guð um allt mögulegt, við þurfum líka að muna eftir að þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur og allt sem hann ætlar að gera fyrir okkur. Ég þakka honum líka fyrir að ég er heilbrigð. Svo bið ég hann líka um að fyrir- gefa mér. Allir gera einhvern tíma eitthvað sem er rangt. Ef ég geri eitthvað rangt, gleymi að hlýða mömmu eða eitthvað svoleiðis, bið ég mömmu að fyrirgefa mér og svo bið ég líka Guð að fyrirgefa mér. Það að biðjast fyrirgefningar er að segja: Fyrirgefðu ég skal reyna að gera þetta ekki aftur, með Guðs hjálp. Því maður getur ekkert gert nema með Guðs hjálp. Hvernig ímyndarðu þér að himnaríki líti út? — Ég held að allt sé úr gulli: Gulltröppur og svoleiðis. Svo held ég að Guð sitji í hásæti og Jesús honum til hægri handar. Síðan eru englar út um allt að syngja og lofa Guð. Hvernig ímyndarðu þér að Guð líti út? — Ég ímynda mér að hann sé mjög fallegur, með falleg gráblá augu. Hann er örugglega alltaf brosandi en verður aldrei reiður. Hann verður bara hryggur og grætur þegar mennirnir gera eitt- hvað rangt. — Næstþegarégáafmæliætl- ar mamma að gefa mér hvíta Bibl- íu með krossi. Svo fæ ég líka hulstur utan um hana. Ég á bara Nýja testamentið núna og ég les mikið í því. Svo strika ég undir minnisversin sem við lærum í kirkjuskólanum, með bleikum lit. Uppáhaldsversið mitt er: „En hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast". Er eitthvað sem þú vilt segja lesendum blaðsins að lokum? — Já, það geta allir kynnst Jesú. Þeir þurfa bara að biðja Je- sú að fyrirgefa sér allt það ranga sem þeir hafa gert og hann breiðir út faðminn til að taka á móti þeim. Viðtal: Elín Jóhannsdóttir Mynd: Guðni Einarsson

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.