Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 20

Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 20
20 BARNABLAÐIÐ Draumur Árna Óla Sunnudaginn 10. janúar 1988, dreymdi Árna Óla, son minn, draum. Þá var hann fjögurra og hálfs árs. Þegar hann vaknaði var draumurinn alveg Ijóslifandi fyrir honum og svo áhrifaríkur að Árni Óli var alveg í skýjunum í marga mánuði. Hann sagði mér að jafn- vel þó að þetta hafi verið draumur, þá hafi þetta líka gerst í raunveru- leikanum. Eftirfarandi er frásögn Árna Óla: Mamma og Gaui bróöir voru í frjálsum íþróttum og pabbi var aö brasa í bátnum. Karen systir var aö passa mig inni í gestaherberg- inu. Karen var sofnuð. í sjónvarp- inu voru teiknimyndir sem ég var ad horfa á. Ég var svolítið lasinn, illt í maganum og fótunum, og var með augun hálf lokuð. Þá allt í einu birtist Jesús ásamt fullt af englum sem höfðu stóra vængi. Englarnir voru svo margir að allt húsið fylltist. Þeir voru svo ánægðir með Jesú, því þeir elsk- uðu hann svo mikið og sögðu að hann væri svo góður við alla. Jesús kom til mín, tók í hönd mína og sagði mér hvað hann elskaði mig mikið. Mamma, hann Jesús elskarmig rosalega mikið. Svo sagði hann mér að hann elskaði Karenu, Gauja, pabba og Barnablaðinu barst bréf frá Vestmannaeyjum og segir þar frá merkilegum draumi: mömmu einnig mikið. Hann elskar alla menn því að hann er svo góð- ur. Svo sögðu englarnir í kór hvað þeir elskuðu mig mikið, og alla aðra menn. Skyndilega fóru allir englarnir að syngja. Þeir sungu: Elska Jesú er svo dásamleg. Jesús söng ekki, en þegar englarnir sungu: „Svo há ég kemst ekki yfir hana, svo breið“, þá rétti Jesús út hend- urnar og gerði bendingar eins og við gerum í sunnudagaskólanum þegar við syngjum þetta lag. Allt í einu fann ég að ég hafði læknast. Jesús var með gult, svart og rautt hár, allt blandað saman. Hann varí hvítum kirtli eins og allir englarnir. Svo fóru Jesús og engl- arnir upp í himininn og ég horfði á eftir þeim. Þegar Árni Óli vaknaði sagði hann mér drauminn og spurði svo hvenær við fengjum að fara upp í himininn, því þar ættum við líka heima. Þar er fullt af húsum! Hann vildi fara þangað strax en ég sagði honum að við réðum því ekki sjálf. Guð einn ræður því. Þá sagði hann: „Mamma, þegar við förum til himins skulum við gefa Jesú og englunum afmælispakka. Getum við ekki pakkað þeim inn strax“. Hann var svo spenntur að komast inn í himininn. Ég starði á hann og gleymi þessu aldrei. Árný Heiðarsdóttir Vestmannaeyjar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.