Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 22

Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 22
22 BARNABLAÐIÐ Sigurbjörn Sveinsson: Jólasnjór Aðfangadagur jóla gekk í garð með éljagangi, en þó rofaði til með köflum, og sást þá í heiðan himinn. — Þessi jólasaga gerðist í stórri borg, og var mikil umferð á götunum þennan dag. Allir hlökkuðu til jólanna og jafnvel öreigarnir, sem höfðu hvergi húsaskjól, því að þeir vonuðust þó eftir einhverjum glaðning á jólunum. Gegnum ys og þys borgarlífs- ins heyrðist barnsgrátur, og stóð svo á því, að örsnauð kona kom skjögrandi eftir einni götunni með grátandi barn í fanginu. Barnið skalf af kulda og nagaði þurrt brjóst móður sinnar. Fátæka konan staldraði við hjá stóru húsi til að kasta mæðinni, og þar var líka dálítið skjól fyrir nöpr- um næðingi vetrarins. Hún leit bænaraugum til himins, en þá kom skyndilega él, og féll skæða- drífan framan í hana. Þá andvarpaði veslings móðir- in: „Hvernig getur Guð, sem er al- góður, svarað bæn minni með köldum snjó?“ í þessu húsi bjó ungur listamað- ur. Hann var myndhöggvari og bjó til skínandi fögur líkneski úr marm- ara. Hann leit út um gluggann í þessum svifum og sá tötralega konu, sem þrýsti ungu barni að brjósti sér og horfði bænaraugum til himins. Hann kenndi í brjósti um fátæku konuna og langaði að hjálpa henni, en hann gat ekki gefið henni peninga, því að hann var fátækur sjálfur. Hann fór að hugsa um alla þá, sem áttu við bág kjör að búa. Þá var eins og væri hvísl- að að honum, hvað hann skyldi gera. Hann flýtti sér út og gekk eftir götunni, þangað til hann kom að stóru torgi í miðri borginni. Hann tók handfylli sína af snjó og hnoðaði, svo velti hann þessum snjóköggli fram og aftur og varð hann æ stærri og stærri. Það var engu líkara en hann ætlaði að fara að búa til snjókerlingu. En það var allt annað, sem hann hafði í huga. Hann bjó til snjókonu. Hún var að sjá tötraleg til fara, með barn í fanginu, og hóf augu sín til himins, eins og hún væri að biðja. Það var átakanlegt að sjá þá sorg og neyð, sem birtist í hverjum drætti á and- liti hennar. Múgur og margmenni safnaðist saman til að horfa á þetta sér- kennilega listaverk. Við þessa sjón hrærðist margur til meða- umkunar með fátæka fólkinu, sem átti heima í borginni. Ungi lista- maðurinn fékk lánaðan stóran peningakassa og lét hann við fæt- ur snjókonunnar. Og menn létu koparpeninga, silfurpeninga og jafnvel gullpeninga detta ofan í kassann. Með öllum þessum pen- ingum átti svo að gleðja fátæka fólkið á jólunum. Meðan þessu fórfram, ráfaði fá- tæka móðirin með barnið sitt eftir strætum borgarinnar, þangað til hún kom að stóru torgi. Var þar mannfjöldi mikill saman kominn, og í miðjum hópnum var snjókona með barn í fangi. í þessum svifum kom eitt élið enn og kingdi niður miklum snjó. Mannfjöldinn var á sífelldu iði fram og aftur, en fátæka móðirin stóð grafkyrr í sömu sporum og gleymdi að hrista af sér snjóinn. Hún starði agndofa á snjókonuna. Rétt í þessum svifum gekk borgarstjórinn fram hjá og leiddi lítinn dreng sérvið hlið. Hann hafði heyrt getið um snjókonuna og ætl- aði nú að sjá hana. Og svo ætlaði hann að lofa litla drengnum sínum að leggja ríflega fúlgu í kassann. Litli drengurinn átti ekki von á því að sjá nema eina snjókonu, en nú sá hann tvær. Og þær voru svo nauðalíkar, báðar með barn í fangi og báðar hvítar! „Hvað er þetta, pabbi?“ sagði hann forviða. „Hérna eru þá tvær snjókonur. Þessi aumingja snjó- kona fær ekki neitt, en allir eru að gefa hinni. Ég vil gefa þessari.“ Og litli drengurinn benti á fátæku móðurina. „Jæja, góði minn,“ sagði faðir hans, og gat ekki stillt sig um að brosa. „Þú ræður því, en hvað mikið villt þú gefa henni. Hundrað var sú hæsta tala, sem drengurinn kunni að nefna. Hann vissi ekki, að til var þúsund, og því síður milljón. Hann leit framan í föður sinn og sagði mjög hreykinn: „Svo sem eins og hundrað og hundrað og hundrað krónur!“ „Ekki ætlar þú að vera smátæk- ur, sonur minn,“ sagði faðir hans, og rétti honum þrjá hundrað krónu seðla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.