Barnablaðið - 01.12.1989, Page 23

Barnablaðið - 01.12.1989, Page 23
BARNABLAÐID 23 Drengurinn hljóp til fátæku kon- unnar, stakk seðlunum í olnboga- bótina á henni og hrópaði: „Þetta máttu nú eiga, aumingja snjó- koma!“ Konan þreif í öxlina á drengn- um, laut niður og kyssti hann á ennið. Hún jós blessunnaróskum yfir hann. Heit þakkartár runnu hnigu af augum hennar og hrundu eins og daggardropar niður á drenginn. „Æ, æ, pabbi komdu fljótt að hjálpa mér“, hljóðaði drengurinn. „Snjókonan ætlar að taka mig!“ „Sérðu ekki, góði minn, að þetta er lifandi kona?“ sagði faðir hans og klappaði á kollinn á honum. — „Engin snjókona gæti lotið niður og kysst þig svona innilega á enn- ið, engin snjókona gæti talað svona fögur orð og látið svona heit þakkartár hrynja yfir þig.“ Litli drengurinn leit brosandi framan í konuna og var nú ekki hræddur við hana lengur. Svo fóru þeir feðgarnir leiðar sinnar. Fátæka móðirin hugsaði með gleði til jólanna. Hún dustaði af sér snjóinn, og barnið hjúfraði sér upp að brjósti hennar. Hún laut höfði í tilbeiðslu og lofgerð og hugsaði á þessaleið: „Ó, hvaðGuðergóður! Hann svaraði bæn minni með köldum snjó, en jafnvel í klakanum og köldum snjó finn ég yl hans elsku og náðar. Algóður Guð veri lofaður fyrri þennan blessaðajóla- snjó.“

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.