Barnablaðið - 01.12.1989, Page 26

Barnablaðið - 01.12.1989, Page 26
26 BARNABLAÐIÐ Lambi skrifar: Kir kj uskólinn Kæru lesendur, Ég er hef nú verið í skólanum í allt haust og líkar bara vel. Um dag- inn kom presturinn í heimsókn. Hann er stór og góðlegur maður. Hann sagði okkur að nú væri kirkjuskólinn að byrja og við værum velkominn að koma. Ég ákvað að fara. Þegar ég kom í kirkjuskólann var þar fjöldi barna á öllum aldri. Sum voru bara tveggja ára önnur voru orðin tólf ára. Presturinn kom inn og kona sem settist við píanóið. Ég hef aldrei verið í kirkjuskóla áður og vissi ekkert til hvers kirkjuskólar eru. Mér fannst lík- legt að krakkarnir væru komnir til að leika sér og hamast og ákvað því að vera með í fjörinu. Ég hljóp um allan salinn jarmandi. Krakkarnir hlógu að mér og fannst ég vera mjög skemmtilegur. En presturinn og konan stóðu grafalvarleg fyrir framan krakkaskarann. Presturinn reyndi að segja eitthvað en fæstir tóku eftir því. Ég lét eins illa og ég gat. Sumir krakkarnir voru farnir að elta mig og allt var komið í háaloft. Stólaraðirnar voru allar orðnar skakkar og börnin sem höfðu komið í sínu fín- asta pússi, vatnsgreidd og fín voru orðin úfin, sveitt og rjóð. Ég skemmti mér konunglega en vissi ekki að ég væri að skemma kirkjuskólann. Prestinum og konunni fannst hasarinn geng- inn út í öfgar og ákváðu að reyna að stöðva mig og krakkaskarann. Þau reyndu að ná mér og hlupu út um allan salinn. Ég hélt að þetta væri einhver kirkjuskólaleikur og æstist um allan helming. Ég hljóp og hljóp. Enginn gat náð mér. Sumum börnunum fannst þetta sniðugt en öðr- um börnum var ekki skemmt. Þau vissu hvað kirkjuskóli er. Allt í einu kom ég auga á litla stelpu sem sat grafkyrr í sætinu sínu. Hún var ekki hlægjandi, hún var meira að segja næstum því grátandi. Ég hægði á mér og stöðvaði við sætið hennar. Allt datt í dúnalogn í salnum. Allir hættu að hlaupa. Börnin settust í sætin sín. Hvað er að, spurði ég. Stelpan leit á mig tárvot- um augum. — Þú ert búinn að skemma kirkjuskólann. Við komum ekki til að hlaupa og láta illa. Veist þú ekkert til hvers kirkjuskólar eru? Ég varð að játa að það vissi ég ekki. — Krakkarnir í kirkjuskólanum koma til þess að heyra sögur um Jesú og syngja. Við viljum ekki hafa læti því þá getum við ekki heyrt sög- urnar. Er þetta svoleiðis skóli spurði ég, og nú skammaðist ég mín voðalega mikið. Nú halda örugglega allir að ég sé vont og óþekkt lamb. Ég fór til prestsins sem stóð úfinn og sveittur fyrir framan krakkana. — Viltu fyrirgefa hvað ég lét illa. Ég vissi ekki að þetta væri bannað. Presturinn klappaði mér vingjarnlega og sagði síðan að nú skyldum við byrja kirkjuskólann og syngja „Jesús er besti vinur barnanna.“ Síðan skulum við muna að vera alltaf stillt í kirkjuskólanum, bætti hann við. Svo sagði hann okkur skemmtilega sögu. Mér fannst mjög gaman í kirkjuskólanum. Ég ætla að vera stilltari næst svo ég missi ekki af sögunum. í þessu blaði heimsækjum við kirkjuskóla og tölum við nokkra krakka. Kær kveðja, Lambi. PS. Eruð þið í kirkjuskóla? Skrifið mér bréf um kirkjuskólann ykkar.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.