Barnablaðið - 01.12.1989, Side 29

Barnablaðið - 01.12.1989, Side 29
I Ágúst fékk aö skoða allar vél- arnar sem framleiða jógúrtina. Gefum Ágústi orðið: Þegar ég kom inn í salinn þar sem jógúrtin er búin til, sá ég fullt af al/s konar tækjum. Fyrst fékk ég að sjá stýribúnaðinn. Stýribúnaðurinn var eins og stór rafmagnstafla. Hann var með blárri hurð og inni í honum var fullt af tökkum og leiðslum. Við gengum að einni vélinni. Þórður sagði Ágústi að þetta tæki gerilsneyddi mjólkina því jógúrt er búin til úr gerilsneyddri mjólk. Mjólkin er hituð mjög mikið til þess að drepa alla óæskilega gerla og bakteríur. Jógúrtgerlarnir eru ræktaðir við visst hitastig. Ég bjóst við að sjá poka, fullan af hvítum jó- gúrtgerlum. En þeir voru geymdir ípakka sem líktist súp- upakka. í einni vélinni er mjólkin sýrð. Jógúrtin er framleidd úr sýrðri mjólk, hreinum jógúrtgerlum, og ýmsum bragðefnum. Svo fékk ég að sjá ofan í stór- an dunk sem var notaður til að blanda ávöxtunum saman við jógúrtina. Ég veit ekki hvaða tegund afjógúrt var í dunknum. En dunkurinn var ekki fullur. Ein vélin setti jógúrtina í um- búðir. Hún er kölluð „pökkunar- vél. “ Mér fannst lang skemmtileg- ast að skoða pökkunarvélina. Hún hafði margar litlar dælur sem dældu jógúrtinni ofan í dósirnar. Síðan varpressa sem pressar lokin á þær. Hún var eins og stór kringlóttur fótur sem pressaði lokin niður. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna við pökkunarvélina þegar ég verð stór. BARNABLAÐIÐ 29 Ágúst fékk að kíkja inn í kælinn. Kælirinn er eins og stórt her- bergi. Hann er fullur af jógúrt. Hann rúmar 84 þúsund jógúrtdós- ir. Það er svolítið kalt inni íhonum. En ég var svo vel klæddur að ég fann ekki fyrir kulda. Að lokum gáfu Þórður og Örn, Ágústi tuttugu dósir af jó- gúrt. Ágúst fékk að velja þær sjálfur. Að því loknu þakkaði Ágúst fyrir sig og fór heim margs vísari um jógúrtfram- leiðslu. 11, v •1" i. II ii tiU n ini: uii' H 11111 I M I'! ' f' ini'i mii'íi rrni rmi rn •1 11521' r~ r: ! ;■ s' r r r imi!' • 11 li 'i í-'CTn; , m 5 • ** * > jlTS-KV! fiwri-i,, ^•*» « , ;í ■ 5? r: 1 i —i j'»-* f,: -l'lilsíEli - saSII" •13T31I >' 111811'i '■ 3 3$p " IslilUE? 11111 s 5 SÍV'I 1 •fA/. I I I i I i i■ f 1' I r H t n t I, li

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.