Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 30

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 30
30 BARNABLAÐIÐ í stormi (Markús 4: 35 -41) Kvöld eitt sagöi Jesús viö lærisveinana „viö skulum fara yfir vatniö“. Skömmu eftir að þeir lögöu af stað, gerði afspyrnu rok og gaf mjög á bátinn svo viö lá að hann fyllti. Jesús svaf í skutnum og hafði kodda undir höfðinu. Lærisveinarnir vöktu hann skelfingu lostnir og hrópuðu:,, Meistari, sérðu ekki að við erum að farast!“ Jesús leit á úfið vatnið og upp í hvassan vindinn, svo hastaði hann á vindinn og sagði við vatnið: „Hafðu hægt um þig!“ Þá lygndi og allt varð kyrrt og hljótt. Síðan sneri hann sér að þeim og spurði: „Hvers vegna voruð þið svona hræddir? Hafið þið ekki enn lært að treysta mér?“ Óttablandin lotning greip þá og þeir sögðu hver við annan: „Hver er þessi maður? Bæði vindur og vatn hlýða hon- um!“ Spurningaleikur Lestu söguna hér aö ofan og finndu svörin. Sendu svörin til Barnablaðsins. Viö drögum úr innsendum svörum og veitum þrenn bóka- verðlaun. 1) Hvers vegna uröu lærisveinarnir hræddir? 2) Hvað var Jesús að gera þegar lærisvein- arnir hrópuðu á hann? 3) Hvað sagði Jesús við vatnið og vindinn? 4) Hvers vegna var Jesús undrandi yfir því að lærisveinarnir voru hræddir? 5) Hvers vegna heldur þú að vatnið og vind- urinn hafi hlýtt Jesú? Utanáskriftin er: í bátnum Barnablaðið Pósthólf 5135 125 Reykjavík

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.