Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 36

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 36
36 BARNABLAÐID Önnum kafnir fréttamenn Vinnan við „Stöðina“ getur verið mikil — Hver semur textann og finn- ur alla brandarana í þættlna ? — Það gerum við sjálfir. Við byrjum að semja textann og móta handritið á mánudegi og erum að því fram til fimmtudags. Á föstu- dögum eru atriðin, sem gerast ut- an húss, tekin upp. Og á laugar- dagsmorgnum eru öll inniatriðin tekin. Það má því segja að vinnan að gerð hvers þáttar taki heila viku. Textinn er prentaður og sett- ur í svokallaðatextavél, þannig að við getum lesið textann um leið og við leikum. Við þurfum því ekki að læra textann utanbókar, enda er enginn tími til þess. Við förum samt ekki bókstaflega eftir skrif- aða textanum. Við breytum hon- um svolítið eftir því sem okkur dettur í hug hverju sinni. Þegar við vinnum að gerð hand- ritsins, koma ýmsir brandarar sem eru lélegir og ónothæfir. Svo koma líka brandarar sem eru nógu góðir fyrir „Stöðina“ og við notum þá. Vinnan við „Stöðina“ getur stundum verið svolítið krefjandi því við þurfum að fylgjast mjög vel með fréttum og atburðum í þjóðlíf- inu til þess að taka það fyrir í þætt- inum. Það má eiginlega segja að Kristján heiti ég... Ólafsson. Örn Árnason. maður verði alveg fréttasjúkur á meðan á gerð þáttanna stendur. Jafnvel ómerkilegustu fréttir geta verið upplagðar til að taka fyrir á „Stöðinni". Kristján Ólafsson og Ragnar Reykás — Hvernig verða náungar eins og Kristján Ólafsson til? — Kristján Ólafsson varð í rauninni til í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Þið kannist við sölu- menn sem ganga í hús og bjóða ýmislegt til sölu, til dæmis bækur. Þeir eru yfirleití mjög penir og prúðir menn auk þess eru þeir ákaflega kurteisir. Kristján Ólafs- son var í upphafi svona sölumað- ur. Við gáfum okkur þessa mann- gerð. — Áttu þér einhverjar uppá- halds persónur íþáttunum? — Já, Ragnar Reykás og Erl- endur fréttamaður eru tvímæla- laust uppáhalds persónurnar mín- ar. Þeir eru alltaf saman. Það er aldrei neinn annar fréttamaður sem ræðir við Ragnar Reykás. í upphafi var Ragnar Reykás ekki svona lítill. Hann hefur minnkað

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.