Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 38

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 38
38 BARNABLAÐIÐ með tímanum. Hann er í rauninni hinn dæmigeröi ísienski nöldrari. Hann er nöldrandi út af öllu. Svo þarf kannski ekki annað en pínulít- ið smáatriði til að snúa þeirri skoð- un algjörlega við. Nú kom förðunardaman inn. Hún ætlaði að setja stóra ístru á Örn. hann átti að leika mjög feitan mann í næsta atriði. / upptökusalnum Við komum okkur vel fyrir í sæt- um í sjónvarpssalnum. Þar voru nokkrar myndavélar og textavélin sem Örn talaði um. Fyrst voru fréttamennirnir teknir upp og síðan matreiðsluþátturinn „Matargatið". Það voru ýmsir að fylgjast með upptökunum og urðu að gæta þess að skella ekki upp úr meðan á upptöku stóð, en það var oft erfitt. Upptökurnar gengu mjög vel, samt varð ekki hjá því komist að taka sum atriðin upp aftur og aftur. Loks kom röðin að Kristjáni Ólafssyni. Hann var að kynna sér- Ebba Andersen. staka hlíf sem er einstaklega hent- ug þegar menn eru að borða pítu. Pítuhlífin átti að koma í veg fyrir að neytandinn sóðaðist út. Þegar Kristján var búinn að setja á sig pítuhlífina og taka vænan bita af pítunni bjuggust allir við að hann væri hreinn og penn en ekki kám- ugur af pítusósu. Upptökufólkið í sjónvarpssal ætlaði hins vegar að springa úr hlátri þegar annað kom í Ijós. Pítuhlífin hafði greinilega ekki skilað hlutverki sínu og Kri- stján Ólafsson var kámugri en nokkru sinni fyrr. Því varð að taka atriðið aftur. Um hádegi var upptökunum lokið. Vinnudagur spaugstofu- manna var þó ekki á enda, því nú átti eftir að klippa atriðin til og skeyta saman auk þess sem þeir áttu eftir að setja inn ýmiss konar leikhljóð til að undirstrika og ýkja atriðin. Við þökkuðum þeim fyrir ómak- ið og Erni fyrir viðtalið. Bærinn var vaknaður þegar við gengum út úr sjónvarpshúsinu. Sólin skein og það var ekki hjá því komist að vera í góðu skapi eftir að hafa fylgst með þessum spaug- sömu mönnum eina morgun- stund. Texti: Elín Jóhannsdóttir. Myndir: Jóhannes Long. y " Villtir menn!

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.