Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 39

Barnablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 39
Lambi skrifar Handavinna Kæru lesendur, þaö hefurverið mikiö aö gera í skólanum aö undan- förnu. Viö höfum verið aö læra margt nýtt. Nú erum 41 J viö byrjuö í handavinnu. sC Helmingurinn af bekknum er í smíði og hinn helming- ^ urinn lærir að sauma. Ég er í þeim hópi sem lærir aö sauma. í fyrsta tímanum kynnti handavinnukennarinn sig fyrir okkur. — Ég heiti Jóna og ég ætla aö kenna ykkur hand- avinnu. Mér leist vel á þennan kennara. Hún var mátulega feit og góðleg í framan. — Nú ætla ég að sýna ykkur hvernig þiö eigiö aö þræða nál, sagöi hún. Hún tók upp örmjóa nál og grænan tvinna og stakk honum fimlega í gegnum nálaraugað um leið og hún út- skýrði fyrir okkur hvernig best væri að fara aö þessu. Síðan dreiföi hún nálum og tvinnaspottum um bekk- inn. BARNABLAÐIÐ 39 Ég reyndi aö gera þetta eins fimlega og hún, en þaö gekk fremur illa. Þetta gekk eins og í sögu hjá flestum og áöur en yfir lauk tókst öllum aö þræöa nálina — nema mér. Ég var sá eini í bekknum sem gat ekki þrætt nál. Jóna kennari kom til mín og leit þolinmóö á mig. — Gengur þetta ekkert hjá þér Lambi minn, spuröi hún. Ég varö aö viðurkenna vangetu mína á þessu sviði. Jóna sagöi aö ég þyrfti að æfa mig vel heima. Ég get sagt ykkur þaö aö ég æföi mig í hálfan mánuö. Samt gat ég aldrei þrætt nálina. Hvernig haldið þiö aö ykkur gengi ef þiö væruö meö klaufir í staðinn fyrir hendur? Þiö getið bundiö þumalfingur, vísifingur og löngutöng saman og baugfingur og litlaputta saman. — á báöum höndum. Þá líkjast hendurnar klaufum. Reynið síðan aö þræöa nál. Þegar þiö hafið reynt þetta getið þiö séö að þaö er allt annaö en auðvelt! Ég benti handavinnukennaranum á þetta. Hún skildi þaö um leiö og gaf mér undanþágu frá nála- þræöingum. Nú er ég aö sauma krosssaumsmynd af litlu lambi sem er aö hlaupa út í móa. Jóna kennari þræðir nálina fyrir mig, en ég get alveg saumaö sjálfur. — Henti konan þér út? — Já, ég sagði að hún væri í krumpuðum sokkum. — Varðhúnsvonareiðyfirþví? — Já, hún var ekki í sokkum... — Áttu 100 kall fyrir farinu, spurði hann aöra konuna. — Nei, sagði hún og sneri upp á sig. — En þú, spuröi hann hina. Kannski þú eigir 100 kall fyrir far- inu? Læknirinn: Og ertu þá ekki laus viö morgunþreytuna og höfuö- verkina. Jón: Nei, en ég losnaði við veskið mitt og úriö. Pétur var aö fara í munnlegt próf í kristinfræði og bjó til tossamiða, sem hann faldi undir buxna- strengnum. Þegar hann var spuröur um hvaö maður Maríu, móöur Jesú, hefði heitiö, bretti hann varlega upp á strenginn og sagði: — Levis... Maður í grútskítugum fötum kom inn í rútu og settist milli tveggja fínna kvenna. — Nei, svaraöi hún jafn súr á svip. Þegar bílstjórinn kom aö rukka dró maðurinn upp þrjá hundraö krónu seðla og sagði: — Ég verö víst að borga líka fyrir þessar konur, því þær eiga ekki fyrir farinu... Læknirinn: Jón minn, fórstu nú að mínum ráöum að sofa viö opinn glugga? Jón: Já. Ég ætla að safna milljón krón- um! — Og hvaö áttu mikið eftir? — 999,990 krónur! Svo var það Hafnfirðingurinn sem kom labbandi meö grís í bandi. — Hvar fékkstu þennan grís, spuröi lögregluþjónn. — Ég vann hann á tombólu, svaraði grísinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.