Barnablaðið - 01.12.1989, Side 42

Barnablaðið - 01.12.1989, Side 42
42 BARNABLADIÐ Áhugasamir áheyrendur. við að sjá hvernig bókin er búin til í prentsmiðjunni, sagði Ingibjörg. — Rithöfundurinn kemur með með handritið í prentsmiðjuna. Þar er bókin prentuð inn á tölvu og síðan er hún lesin vandlega yfir og allar villur leiðréttar, sagði Árný. — Svo er hver blaðsíða Ijós- mynduð á stórar filmur. Þar næst eru filmurnar myndaðar með sér- stakri myndavél yfir á plötur sem síðan fara niður á hæðina fyrir neðan og eru settar í prentvélarn- ar. Þar eru menn sem bera prent- svertu á plöturnar og svo eru plöt- urnar notaðar eins og nokkurs konar stimplar sem stimpla text- ann á hvítan pappír, sagði Ingi- björg. — Svo eru blaðsíðurnar brotn- ar saman og bundnar saman á efstu hæðinni. Kápan er sett utan- um bókina. Svo er henni pakkað inn í plast. Þá er keyrt með bæk- urnar í allar bókabúðirnar, sagði Árný. — Mér fannst merkilegast að sjá hvernig litmyndir eru prentað- ar. Allir litirnireru búnirtil úraðeins fjórum litum, rauðum, gulum, blá- um og svörtum, sagði Ingibjörg. Heimur án bóka — í dag vorum við með mál- fund, sagði Árný. Við fengum nefnilega mann í heimsókn til okk- ar um daginn sem kenndi okkur undirstöðuatriðin í ræðumennsku. Hann heitir Stefán Eiríksson. — Við skiptum okkur í tvö lið. Annað liðið hélt því fram að heimurinn væri betri án bóka en hitt liðið sagði að bækur væru nauðsyn- legar, sagði Ingibjörg. — Krakkarnir notuðu ýmis rök með og á móti. Ein stelpan, sem átti að tala á móti bókum sagði að það væri miklu betra að borða karamellur en að lesa bækur. En þeir krakkar sem töluðu með bók- unum sögðu að heimurinn væri illa staddur án bóka. Ef bækur væru ekki til, væru heldur ekki til neinar kirkjur. Það væru fáir sem þekktu boðorðin tíu og fáir vissu um Jesú. Biblían væri að sjálf- sögðu ekki til, sagði Árný. — Auk þess örva bækur hug- myndaflugið og auka orðaforð- ann, sagði Ingibjörg. — Ræðukeppnin var öll tekin upp á myndband og við ætlum að horfa á það næsta föstudag, sagði Árný. Stelpurnar voru sammála um það að einn ræðumaðurinn hefði borið af. Hann heitir Davíð. Það var mikið að gera hjá 5.JÓ. og allt of langt mál að segja frá því öllu. Við þökkuðum stelpunum fyrir viðtalið og bekknum fyrir góð- ar móttökur. Davíð flytur mál sitt með tilþrifum.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.