Barnablaðið - 01.12.1989, Side 43

Barnablaðið - 01.12.1989, Side 43
BARNABLAÐIÐ 43 HVER ER UPPÁHALDS BÓKIN ÞÍN OG UM HVAÐ ER HÚN? Magndís Anna Kolbeinsdóttir Uppáhaldsbókin mín er Fugl í búri. Hún er um strák og stelpu. Stelpan er rík en hún er einmana. Strákurinn er aftur á móti fátækur en hann á marga vini. Síðan kynn- ast þau og verða bestu vinir. Þessi bók er mjög skemmtileg. Erla Björg Káradóttir Uppáhaldsbókin mín er Beverly Gray. Það eru reyndar til margar bækur um hana og ég er búin að lesa fjórar. Beverly er í heimavist- arskóla og lendir í herbergi með mjög leiðinlegri stelpu. Beverly bjargaði lífi hennar og eftir það urðu þærgóðarvinkonur. Beverly lendir í mörgum ævintýrum. Þetta eru mjög spennandi bækur. Lárus Helgi Lárusson Uppáhaldsbókin mín er Óli og óskasteinninn. Hún er um strák sem fer til frænda síns um nótt og hrasar um stein. Honum þykir steinninn fallegur og ákveður að eiga hann en svo vildi til að steinn- inn var óskasteinn. Hafsteinn Þór Hauksson Uppáhaldsbókin mín heitir Kolskeggur. Hún fjallar um svart- an hest og strák sem heitir Axel. Þeir lenda í sjávarháska og enginn kemst lífs af nema þeir. Mér finnst bókin mjög spennandi og skemmtileg. Kristján Ágúst Kjartansson Uppáhaldsbókin mín er Álaga- dalurinn. Hún er um krakka sem komast inn í ævintýraland. Þau þurfa að drepa vonda drottningu til þess að leysa dalinn úr álögum. Þorgeir Ragnarsson Uppáhaldsbókin mín heitir Skytturnar. Skytturnareru lífverðir konungs. Þær lenda í ýmsum æv- intýrum og hápunktur bókarinnar er þegar þær sprengja upp virki.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.