Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 46

Barnablaðið - 01.12.1989, Síða 46
46 BARNABLAÐIÐ Þegar beinið stóð í kisu Mig langar að segja ykkur frá því þegar beinið stóð í hálsinum á henni kisu. Þetta var stór, hvítur köttur með svarta rófu. Hann vakti verðskuldaða athygli. Einu sinni sem oftar er verið var að sjóða fiskmeti, fékk kisa fiskhaus á disk- inn sinn. Svo illa vildi til að brjóstbein festist í hálsi hennar og sat þar fast. Nú voru góð ráð dýr. Enginn bíll á bænum og langt til dýralæknis. Svo þannig varð kisa að vera. Hún reyndi að nudda hálsinn með loppunni. Ég fór að biðja Guð að hjálpa kisu, því í Biblíunni stendur að Guð hjálpi mönnum og skepnum, Um nóttina var hún á ganginum fram- an við herbergið mitt. Allt í einu var eins og ég væri vakin. Ég fór fram til kisu, því mig langaði svo til að geta hjálpað henni. Ég tók hana í fangið og opnaði á henni ginið. Ég sá stóru tennurnar hennar. Það hefði ekki verið gott ef hún hefði hreyft sig. Ég bað Jesú að hjálpa mér. Ég talaði blíðlega við kisu meðan ég náði beininu út. Hún hreyfði sig ekki. Það var eins og hún skildi að ég væri að hjálpa henni. Þetta var virkilegt bænasvar, því kisa átti svo bágt. Guð gaf mér kjark til að gera þetta og ég þakka honum fyrir það. Auða.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.