Barnablaðið - 01.12.1989, Page 48
48 BARNABLAÐID
Gangan yfir ísinn
Einu sinni voru þrír bræöur. Þeir
áttu heima uppi í sveit. Nálægt
bænum þeirra var tjörn. Á veturna
var hún oft ísi lögö.
Einn veturinn lagði ís á tjörnina,
síöan snjóaöi á ísinn.
Dag nokkurn stakk pabbi
bræöranna upp á því aö nú skyldu
þeir koma í keppni um hver gæti
gengið beinustu brautina á ísnum.
Strákarnir tóku vel í það.
Pabbi þeirra fór og yfir á hinn
tjarnarbakkann og strákarnir áttu
aö ganga til hans yfir tjörnina.
Strákarnir gengu af staö.
Þegarþeirvoru komniryfirtjörn-
ina litu þeir til baka til þess aö sjá
hver heföi gengið beinustu braut-
ina. Sporin sáust greinilega í
snjónum. Slóötveggjadrengjavar
í alls konar hlykkjum og skrikkjum.
En slóö yngsta drengsins var
alveg bein.
— Hvernig stendur á því aö
ykkar braut er svona hlykkjótt, en
hans braut er alveg bein, spurði
pabbi.
— Viö horföum alltaf niöur fyrir
okkur þegar viö gengum og héld-
um aö þá yröi slóðin alveg bein,
svöruðu eldri bræöurnir.
— En hvernig tókst þérað gera
brautina þína svona beina, spuröi
faðirinn yngsta drenginn.
— Ég horföi alltaf á þig og leit
ekki af þér allan tímann.
★ ★★★
Á göngunni med Guði verðum
við að gæta þess að vera góð og
þæg. Ef við erum óþæg verður
brautin hlykkjótt. Ef við erum þæg
og dugleg að horfa á Guð í öllum
kringumstæðum lífsins, verður
brautin bein.