Barnablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 51
BARNABLAÐIÐ 51
sátu þeir þöguiir lengi. Þeir voru í
notalegri baðstofunni.
— Hugsið ykkur ef Saku hefur...
lent í fossinum?
Hanski var leiður.
— Mér datt það líka í hug, en svo
fann ég ný fótspor á brúninni, sagði
Petri og andvarpaði.
— Ef til vill fór hann upp að flúðun-
um fyrir ofan, sagði Hanski.
— Hafi hann gert það, skal hann fá
fyrir ferðina, að láta okkur ekki vita,
sagði Petri ákveðinn.
Þegar strákarnir höfðu fengið
nægju sína af gufubaðinu, reyndu
þeir að finna lausn á ráðgátunni. Eitt-
hvað varð til bragðs að taka. Saku gat
verið í lífshættu!
Fyrir utan næddi kaldur gustur af
fjallinu. Það var svartamyrkur og ekk-
ert þýddi að halda til leitar fyrr en dag-
inn eftir.
— Mér finnst eins og Saku hafi
verið neyddur í burtu, sagði Pena. —
Einhver hefur rænt honuml —
Ekki vantar hugmyndaflugið, sagði
Hanski reiðilega.
— Ég erviss um að hann erlifandi.
Eigum við ekki að biðja fyrir honum?
Hann þarf ábyggilega á krafti að
halda, einmitt nú, sagði Petri varlega.
Drengirnir beygðu höfuð sín. Það
eina sem heyrðist var snarkið í eldin-
um og þeir áttu erfitt með að koma
orðum að tilfinningunum sem bærð-
ust hið innra. En þeir vissu að Guð
heyrir bæn. Og bænin kom beint frá
hjartanu.
— Jesús, við vitum ekki hvað við
eigum að segja. En þú sérð hvernig
ástandið er. Viltu hjálpa Saku, þar
sem hann er! Og hjálpaðu okkur að
finna hann. Jesús, við erum hjálpar-
lausir. Þakka þér fyrir að þú getur
hjálpað okkur, bað Petri lágum rómi.
Svo bjuggust strákarnir til hvíldar.
Þegar slökkt hafði verið á olíulugtinni
og eldurinn í ofninum var kulnaður,
lágu þeir og hlustuðu á gnauðið í vind-
inum. Það gekk illa að sofna. Hugsan-
irnar snerust allar um atburði dagsins.
— Eruð þið sofnaðir? Spurði
Pena.
— Það gengur ekki, svaraði Petri.
— Sammála, sagði Hanski.
— Hvað ef Saku er dáinn?
Spurningin lá eins og mara í loftinu
um stund. Það vildi enginn svara
henni.
Hanski rauf þögnina og fór að rifja
upp hugsanirnar sem fóru um huga
hans, þegar hann hélt hann væri að
drukkna í fossinum.
— Varstu hræddur, spurði Petri
varlega.
— Já, það var ég, svaraði Hanski.
— Þú veist að Biblían kallar dauðann
„síðasta óvininn1'. Og maður er
hræddur við óvini, er það ekki?
Strákarnir játtu því.
— En samt var ég alveg rólegur.
Hræðslan hvarf þótt ég hentist fram
og aftur í fossinum líkt og í rússíbana.
Innan í mér var eins og grafarkyrrð.
Það er víst það sem við köllum himn-
eskan frið, sagði Hanski.
— Munið þið að Jesús sagði „minn
frið gef ég yður...“ Við þurfum ekki að
rembast neitt við einhverjar kúnstir,
sagði Petri ákafur.
— VonandifærSakuaðreynaþað
sama, sagði Pena og geispaði hátt.
— Já, nú verðum við að fara að
sofa. Það verður erfiður dagur á
morgun. Góða nótt, sagði Petri.
Úti var hávaðarok og bjarkirnar
sveifluðust fram og aftur í vindhviðun-
um. En inni í kofanum var hlýtt og
friðsælt. Strákarnir voru fljótlega
komnir í draumalandið.
8. kafli
Smyglaraflokkurinn
Saku lagði á minnið hvernig stígur-
inn, sem þeir gengu eftir, lá. En það
var ekki svo auðvelt að átta sig á
kringumstæðum í myrkrinu. En hann
vissi að þeir voru á leið upp með ánni
og að þeir höfðu þegar farið fram hjá
þrem fossum. Einn af fossunum var
svo kröftugur að fossdynurinn var líkt
og hraðlest á fullri ferð.
Það hafði hvesst og vindhviðurnar
lömdu andlitið. Það var bara betra, því
þá fékk Saku tækifæri til að brjóta
kvista og greinar af trjám og runnum
án þess að nokkur tæki eftir því. Saku
vonaði að vegsummerkin yrðu nógu
greinileg til að hægt væri að rekja
slóðina eftir þá.
Eftir langa leið beygði slóðin frá ár-
bakkanum og lá beint upp brekkuna.