19. júní


19. júní - 19.06.1978, Side 4

19. júní - 19.06.1978, Side 4
Hjúskapur og sambúð Hjúskapur og sambúð er til umræðu á síðum 19. JÚNÍ að þessu sinni. Lengi hefur verið áhugi fyrir því meðal ritnefndarmanna blaðsins að taka fyrir málefni fjölskyldunnar, að leitast við að svara ýmsum spurningum varðandi hana og ef til vill varpa Ijósi á ein- hverja fleti þessa flókna máls. Ákveðið var að í þessu blaði skyldi fjallað um hjúskap fólks. Mikil umræða hefur átt sér stað að und- anförnu, bæði á Norðurlöndum og á öðrum vestrænum löndum um hjúskap og sambúð, fjölskyldur og sambýlishætti. Menn spyrja hverjir aðra: Hvers vegna giftir fólk sig og hvers væntir það af hjónabandinu? Ætlar fólk að eignast börn? Hvers vegna fækkar barnsfæðingum í einu landi en fjölgar ört í öðru? Er jafnrétti í sambúðinni? Hvað er gott hjónaband og hver er réttarstaða einstakl- inganna? Eru konur kúgaðar í hjónabandi vegna þess að hjúskapur á rætur í hefð sem miðaðist við að konan yrði eign eigin- mannsins? Eru nútímakarlmenn fyrst og fremst vinnuþrælar og gjaldkerar í þjóðfél- agi allsnægtanna? Ef marka má þá líflegu umræðu sem skapaðist í ritnefndinni við undirbúning blaðsins, sýnist okkur að ætla megi að þetta málefni eigi erindi til (slendinga. Ritstjóri. 2 J j

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.