19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 10

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 10
Ég læt þó aldrei viðskiptavin fara án þess að selja honum eitthvað. aðalstarf og má segja, að ég sé aðeins húsmóðir i hjáverkum“. Og það var greinilegt, því þeg- ar okkur bar að garði, varð varla þverfótað í göngum og stofum fyrir kössum fullum af peysum, jökkum og sjölum, sem Sigríður var að ganga frá til útflutnings. Verkaskiptingin á heimilinu er i stórum dráttum sú, að Kjartan sér um búskapinn og Sigríður annast fyrirtækið og önnur verk innanhúss. En sú verkaskipting er ekki alger. „Ég vinn sáralítið við bústörf- in“, sagði Sigríður, „en ef eitt- hvað bjátar á, t.d. við sauðburð- inn, þá þarf ég að grípa inn í. Og ég hef farið út og mjólkað úr kúnum og gripið í heyvinnuvél- arnar, en það tekur bara óratima hjá mér“. Lítill kokkur Kjartan tók undir þetta og sagði, að störf Sigríðar ættu heldur ekki vel við sig. „Ég er ákaflega litill kokkur og get helst ekki eldað. Hins vegar svelt ég ekki, þótt Sigríður sé ekki heima, en matargerðin verður að vera einföld. Ég aðlagaði mig að því að bjarga mér sjálfur, þegar við vorum hér tveir einir einn vetur. En þá borðuðum við nú 8 aðallega slátur og skyr! Ég á líka erfitt með að ganga inn í störf Sigríðar við útflutninginn. Ég læt þó aldrei viðskiptavin fara án þess að selja honum eitthvað“. ,Já, Kjartan er mikill sölu- maður“, sagði Sigríður. „En þótt ég sé þannig ekki ómissandi, er ég eins lítið að heiman og ég get. Heimilið er fasti púnkturinn í til- verunni, þar verða málin til og þar vil ég vera. Með heimilinu á ég við manninn minn og börnin, ekki fjóra veggi. Umgerðin hlýtur alltaf að vera til staðar, en fyrir mér er hún ekki aðalatriðið“. Einræði í stað lýðræðis „Ég vandist því á mínu for- eldraheimili, að ekki voru gerð skörp skil á karla- og kvenhlut- verkum“, sagði Kjartan. „Á heimilinu var alltaf margt fólk, minnst tvær fjölskyldur og auk þess ömmur og margt vinnufólk. Þar ríkti mikil samvinna, líkt og gerðist í hefðbundnum bænda- samfélögum. Mér finnst því þessi samvinna svo eðlileg, að þar þurfi enga hreyfingu til þess að bæði hjónin hafi sama rétt til ákvarð- anatöku á heimilinu. Mér finnst þetta einfaldara í allri fram- kvæmd en barátta Rauðsokku- hreyfingarinnar gefur til kynna. Ég hef ekki vanist því að konan ^ þurfi að vera veik og karlmaður- inn sterkur. Hins vegar virðist það vera svo i okkar lýðræðisþjóðfélagi, að á einstaka heimilum ríkir ekki lýð- ræði heldur einræði, og er það þá ýmist konan eða maðurinn sem stjórna. Ef maðurinn er sá sterki, J virðist mér oft að konan mæni a hann með aðdáun, hvað sem hann gerir, en ef það er á hinn veginn hef ég ekki séð þennan dýrðarljóma í augum karlmanns- ins. Hann virðist fremur gefa sig undir stjórn konunnar eins og af illri nauðsyn. Það er auðvitað hagræðing í því að annar stjórni, en þegar það gengur of langt, verður það óhagkvæmt. Til dæmis verður oft mikil tíma- eyðsla við það að konan getur ekki tekið nauðsynlegar ákvarð- anir þegar bóndinn er ekki heima“. Skuldbinda hvort annað fjár- hagslega ■** Talið barst þessu næst að fjár- málunum. Þessi liður heimilis- halds er heilmikið vandamál í mörgum hjónaböndum, sérstak- lega þar sem of mikill greinar- munur er gerður á „hans“ pen- ingum og „hennar“. Þetta atriði sögðu þau Sigríður og Kjartan vera vandalaust hjá þeim. „Við skuldbindum hvort ann- að fjárhagslega og það hefur aldrei verið neitt ágreinings- atriði“, sagði Kjartan. „Við höf- um sitthvort ávísanaheftið og því að vissu leyti aðskilinn fjárhag, en ef t.d. víxill fellur á Sigríði þegar hún er ekki heima, þá borga ég hann auðvitað. Það er líka alveg sama hvort okkar kaupir í matinn. Við höf- um það bara þannig, að það okk- ar sem er statt í bænum, sér um innkaupin". Kjartan bætti því við að sér fyndist geysilegur tími fara í það að halda heimili, þótt ekki sé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.