19. júní


19. júní - 19.06.1978, Side 12

19. júní - 19.06.1978, Side 12
Guðrún Erlendsdóttir lektor: Nokkur orð um réttaráhrif hjúskapar Þegar nýgift hjón standa frammi fyrir vígslumanni, þá eru þau yfirleitt ekki með hugann við það, hvaða réttaráhrif hjúskap- urinn hefur í för með sér. Sjaldnast hafa þau kynnt sér þær reglur, sem um hjúskapinn gilda og þær skuldbindingar, sem þau gangast undir, þegar til hjúskap- ar er stofnað. Það er því miður allt of al- gengt, að hjónin standi frammi fyrir valdsmanni, að stuttum tíma liðnum, til að binda endi á hjúskapinn. 1 mörgum tilvikum hefði verið hægt að koma í veg fyrir skilnað, ef hjónin hefðu við upphaf hjú- skaparins verið búin að kynna sér þær reglur, sem gilda um þetta mikilvæga lífssamband. Vitanlega felst í hjúskapnum annað og meira en lagareglur gefa til kynna, því að með hjú- skapnum er fyrst og fremst stofn- að til persónulegrar og félags- legrar samstöðu milli karls og konu, þar sem traust og tillitssemi er þyngst á metunum. En þekk- ing á þeim lagareglum, sem um hjúskapinn gilda, getur oft á tíð- um komið í veg fyrir úlfúð og misskilning, sem leitt getur til skilnaðar. í því litla rými, sem mér er ætlað hér, mun ég benda á nokkrar lagareglur, sem máli skipta í hjúskap, en það er vitan- lega langt frá því að vera tæm- andi yfirlit. Fyrst er rétt að taka fram, að hjónin eru bæði jafn rétthá í hjú- skapnum. Þau eiga að hafa sam- ráð um allar ákvarðanir, sem snerta fjölskylduna sem heild, og þau fara sameiginlega með forsjá barnanna. Framfærsluskylda hjónanna er jafn rík, bæði gagn- vart hvort öðru og börnunum. í lögunum er tekið fram, að hjón geti fullnægt framfærsluskyldu sinni með vinnu utan heimilis eða á heimili, og er hvorttveggja jafngilt. Það hjóna, sem vinnur á Guðrún. heimilinu, á rétt á að fá hæfilegt fé til heimilisnauðsynja, og vegna þarfa barna og einnig vegna per- sónulegra þarfa sinna. Ef annað hjóna fullnægir ekki framfærslu- skyldu sinni, getur hitt hjóna krafizt þess, að valdsmaður (sýslumaður, bæjarfógeti, lög- reglustjóri utan Reykjavíkur, yf- irsakadómarinn í Reykjavík) ákveði fjárupphæð, sem maka sé skylt að greiða, og er slíkur úr- skurður lögtakskræfur. Það sama á við, ef hjón hafa slitið samvistir sökum ósamkomulags. Hvort hjóna um sig ræður yfir sínu fé, bæði því, sem það kemur með í búið við upphaf hjúskapar, svo og því, sem síðar bætist við. Að meginstefnu til getur því hvort hjóna um sig ráðstafað eig- um sínum, án samþykkis hins þrjú; dóttir þeirra stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. Hún barðist fyrir því að fá að læra smíði í Flúðaskóla á sínum tíma og fékk leyfi til þess, en vinnuna fékk hún ekki viður- kennda til prófs. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga á að gerast 10 arkitekt. Eldri sonurinn vinnur enn heima og yngsta barnið, Georg, 7 ára, gengur í skóla í ná- grenninu. Hann hefur sýnt áhuga á að læra að búa til mat og finnst líka sjálfsagt að handavinna sé eins fyrir drengi og telpur. „Ég tel að það sé rangt að kenna ekki drengjum að bjarga sér sjálfum að öllu leyti, rétt eins og stúlkum“, sagði Sigríður. „Ég held að það sé umhverfið sem skapar þessi sjónarmið Georgs“.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.