19. júní - 19.06.1978, Síða 16
ingju og að eignast börn, en gleð-
ina og hamingjuna fær maður
ekki framrétta á bakka“. „Þar
þarf að ríkja gagnkvæmur skiln-
ingur fyrst og fremst, en fólk
verður líka að hafa ánægju af
félagsskap hvors annars og vinna
saman eins og gera þarf í litlu
samfélagi. Heimilið þarf að vera
stór þáttur í lífi beggja þannig, að
það sé þeim mikils virði að skapa
eitthvað í sameiningu“. „Fólk
verður að geta lynt saman og vera
á sömu bylgjulengd". „Þó er allt í
lagi, að fólk rífist, en á eftir verður
það að ræða málin, svo að rifr-
ildin endi ekki í hnút. Fólk þarf
að beita gagnrýni og sjálfsgagn-
rýni, það er góð leið“.
„Hvað um börn og uppeldi
þeirra“.
K., „Ég vil endilega eignast
börn og annast þau jafnt og
móðir þeirra. Ég vildi alls ekki
missa af því. Ég get vel hugsað
mér að vera heima og sjá um
börnin sjálfur, ef svo bæri undir“.
Þ., „Að sjálfsögðu vil ég eignast
börn, því að það er ekkert hjóna-
band án þeirra, en ábyrgðin á
þeim á skilyrðislaust að vera al-
veg jöfn. Foreldrarnir þurfa að
annast börn sín báðir og eyða
tíma með þeim“.
E., „Ef börnin eru velkomin er
ábyrgðin jöfn siðferðilega og þá
myndum við sjálfkrafa sinna
þeim jafnt“.
B., „Ég held, að samband, sem
byggir á náinni og átakalausri
samvinnu milli karls og konu leiði
til ákjósanlegs barnauppeldis“.
BÞ., „Karlmenn eru alveg eins
til þess fallnir að ala upp börn.
Móðirin tapar líka á því að vera
alltaf með börnunum. Hún verð-
ur svo hversdagsleg í augum
þeirra“.
„Hvernig er þá best komið
verkefnaskiptingu milli hjóna?“
E., „Hjón þurfa ekki endilega
að standa jafnfætis á öllum svið-
um, heldur eiga þau að bæta
hvort annað upp. Eg kysi helst
þannig líf, að við gætum bæði
14
unnið að heiman hálfan daginn
og skipst á um börnin og heimil-
ið“.
BJ., „Fullt jafnrétti er tví-
mælalaust það æskilegasta, jafnt
utan heimilis sem innan, en það
á langt í land við núverandi að-
stæður“.
H., „Konan á að vinna úti eins
og bóndinn til að koðna ekki nið-
ur í heimilisstörfum. Auk þess má
líka alveg snúa þessu gamla
mynstri við t.d., ef konan hefur
betur launað starf og karlmaður-
inn hefur ekkert á móti því að
vera heima“.
U., ,Já, það á ekki að ráðast af
kyni eingöngu, hvort hjóna er
heima með börnin“.
K., „Verkaskiptingin má bara
aldrei verða of rígskorðuð á hvorn
veginn sem er, og ég hef ekkert á
móti því að breyta þessari kyn-
skiptu verkaskiptingu, sem flestir
okkar jafnaldrar hafa alist upp
við“.
H., „Það eru fáir karlar, sem
treysta sér til að sjá um heimili“.
Þ., „Strákar eru heldur ekki
aldir upp við heimilisstörf. f hópi
systkina vill það alltaf lenda á
stelpunum að hjálpa til heima“.
BÞ., „Mæður ættu að kenna
sonum sínum jafnt og dætrum að
annast heimili, því að það er
misskilningur að eðli kynjanna sé
eins frábrugðið og af er látið.
Þetta er uppeldisatriði“.
B J., „Það þarf fræðslu og aftur
fræðslu til að breyta afstöðu karla
til heimilisstarfa, en auk þess eru
konur sjálfar kúgaðar. Þær hafa
litla möguleika á að starfa úti
vegna skorts á dagvistarrýni, en
vinni þær utan heimilis, þurfa
þær venjulega að gegna tvöföldu
starfi og eru svo í lægst launuðu
störfunum. Meinið er klárlega
ríkjandi þjóðskipulag".
H., „Þessi hefðbundnu
kvennastörf eru m.a. illa launuð
af þvi að konur hafa einfaldlega
ekki þrek til að standa í kjara-
baráttu, þegar þær hafa tvöfalt
vinnuálag. Líka af því að þær
velja sér yfirleitt styttra nám en
karlar“.
Þannig leggst margt á eitt að
dómi þessa unga fólks og töldu
sum, að erfitt gæti reynst að
standa við jafnréttissjónarmið,
þegar komið væri út í hjúskap eða
sambúð. En til að slá örlítið á
léttari strengi spurðum við næst:
„Hvar býstu við að hitta til-
vonandi maka þinn?“
Voru sum á því, að skólar og
böll væru helstu staðirnir og
fannst það nokkuð einhæfir
möguleikar á að kynnast. „Skól-
inn er svo sem ágætur til þess, en
það getur líka verið varhugavert,
ef maður fer að vera með ein-
hverri í sínum bekk. Þá er maður
með henni allan sólarhringinn,
það getur orðið fullmikið af því
góða“.
Birgit sagðist ekki gera sér
grillur um einhvern sérstakan
stað, þar sem hinir útvöldu hefð-
ust við. „Það er bara tilviljun,
hvar maður hittir hinn rétta, því
meiri því betra. Mér finnst að því
meiri leyndardómur eða dulúð,
sem er í sambandi við upphafið,
því skemmtilegra. Hvers vegna
get ég ekki skýrt“.
Bjarni J. vonaði, að hann hitti
sína tilvonandi ekki blindfullur á
balli. „Það væri leiðinlegt, að
minnast þess seinna meir. Best
væri að hitta hana gegnum
félagsstarf, á vinnustað eða í hópi
kunningja“.
„Ég er búin að hitta hann“,
sagði Unnur. „Við hittumst fyrst
í reyk og brennivíni, ætli það sé
ekki svo um flesta?“
Þeim bar saman um, að vín
væri mjög notað til að sigrast á
fcimni við hitt kynið bæði á böll-
um og í partíum. Bjarna Þ. þótti
sú tilhugsun líka nokkuð hrell-
andi, að maður lenti kannski í
ævilöngu hjónabandi meö ein-
hverri, sem fyrir einskæra tilvilj-
un var á sama balli. Svo mikil-
vægt val þyrfti helst að ske á
hnitmiöaöri hátt, en enginn vissi
um lykil að þeim vanda, „nema