19. júní - 19.06.1978, Page 17
fara eftir auglýsingum, ef allt
annað bregst“ stakk ein upp á.
„Hver á að hafa frumkvæði á
samskiptum stráka og stelpna?“
Þau voru flest sammála um, að
það tíðkaðist ekki, að stelpur
hefðu frumkvæðið, en þó sýndist
sitt hverjum. „Ef ég hitti náunga,
sem mér líst vel á, hef ég ekki hið
minnsta á móti því að reyna við
hann. Ég sé ekki, að um annað sé
að ræða, því að ég get ekki þolað
að sitja og bíða eftir því, að hann
komi auga á mig, sem hann gerir
svo e.t.v. aldrei, ef ég hefst ekki
að“. „Það væri æskilegt, að bæði
hefðu jafnt frumkvæði, en þannig
er það ekki í raun“. „Ég er oft
beðin að hjálpa vinum mínum að
krækja sér í stelpu, kanna jarð-
veginn fyrir þá, svo að þeir eigi
ekki á hættu, að hún segi nei. En
vinkonur mínar biðja mig aldrei
um slíka aðstoð. Maður getur líka
alltaf náð sér í strák, ef maður
vill“. „Ég myndi aldrei hringja
sjálf í strák“. „Það á að vera al-
gert jafnrétti í þessu, ég kann því
alveg ljómandi vel, þegar stúlkur
leita á mig“. „Strákar vilja ekki,
að stelpur gangi á eftir þeim yfir-
leitt, og þær fara þá ýmsar lævís-
ar leiðir til að ná sínu fram.
Maður er t.d. hálfragur við að
bjóða upp strák, sem maður er
hrifinn af, það væri skelfilegt, ef
hann neitaði. Þetta stafar kannski
af því, hversu réttur stelpna er
nýtilkominn á þessu sviði; strák-
arnir taka þessu bara eins og
sjálfsögðum hlut“. „Nei, það er
mesti misskilningur, strákum
finnst það alveg hroðalegt sál-
rænt áfall, þegar stelpur segja nei
við þá“. „Það hefur verið prentað
inn í mann, að stelpur eigi ekki að
vera fyrri til og það er erfitt að
brjótast út úr því“.
í þessu sambandi var rætt
nokkuð um samskipti kynjanna í
víðara samhengi og fannst mörg-
um, að þau væru ekki nógu eðli-
leg. Skólinn héldi t.d. strákum og
stelpum aðskildum í stelpu- og
strákaröðum fram eftir öllum
aldri og við ferminguna væri m,-
a.s. skipt eftir kyni. Kynferðis-
fræðslan væri líka öll á þennan
veg, það lítil, sem hún væri.
Stelpur væru jú fræddar um tíðir,
en strákarnir ekki búnir undir
það, að þeir fengju sáðlát. „Einn
strákur hélt að farið væri að grafa
i tippinu á sér, þegar hann fékk
sáðlát í fyrsta skipti“. „Annar var
kominn um tvítugt, og hafði ekki
hugmynd um, að stelpur hefðu
blæðingar mánaðarlega“. En auk
þess spilaði líka inn í feimni, t.d.
þegar slysabörn yrðu til vegna
þess, að stelpan treystir stráknum
og hvorugt þyrði að spyrja um
getnaðarvarnir. í hópi stráka
væri líka hörð krafa um að vera sá
sterki, og einn strákanna játaði,
að sér hefði þótt erfitt að vera
með stelpu, sem var harðari af sér
en hann, þannig að hann varð
eins og minni máttar í samband-
inu. Ein í hópnum hafði verið
með strák, sem var veikari en hún
sjálf að öllu leyti. „Mér fannst
hreinlega óþægilegt að vera alltaf
meiri máttar“.
Að lokum langaði okkur að
vita, hvernig þeim litist á að vera
einhleyp allt lífið, ef svo færi, að
engan ræki á fjörur þeirra.
BÞ., „Ég get vel ímyndað mér
sjálfan mig einhleypan, en þá
yrði ég að vera í nánum tengslum
við fjölda vina. Það er skelfileg
tilhugsun að detta alveg út úr,
eins og oft virðist gerast með ógift
fólk“.
BJ., „Það er kannski ekki svo
vitlaust að vera einhleypur, en ég
vil frekar búa með öðrum — hafa
eitthvað að gefa og eitthvað að
þíggja“-
K., „Ég get ekki hugsað mér
það líf ótilneyddur. Maður fær
minna út r lífinu, fer á mis við allt
og getur ekki eignast börn. Það
væri hræðilegt“.
Þ., „Ég myndi hiklaust eignast
barn, já helst tvö, ef svo færi“.
E., „Mér þætti það eigingirni
að fara að eiga barn bara til að
forðast einmanaleikann. En nauð-
synlegt er að hafa eitthvað til að
hugsa um, t.d. hund eða kött“.
U., „Það þyrfti ekki að vera svo
afleitt að búa einn, maður lærði
að treysta eingöngu á sjálfan sig,
en aftur á móti lærði maður ekki
að gefa frá sér, yrði eigingjarnari
og einangraður, af því að allir
aðrir eru í sambúð. Ég held, að ég
þyrfti að hafa óbeit á karlmönn-
um af einhverjum orsökum til að
ákveða að vera einhleyp alla
ævi“.
H., „Mér finnst sú tilhugsun
fráhrindandi að standa uppi ein,
þegar ég væri orðin gömul“.
Þegar við kvöddum þessi
hressu og hispurslausu ung-
menni, virtist okkur að hið hefð-
bundna fjölskylduform væri síður
en svo á undanhaldi í náinni
framtíð, þó svo að óvígð sambúð
kynni að færast í vöxt. Mörg
þeirra höfðu á orði, að svona um-
ræður væru hollar og vektu þau
sjálf til umhugsunar um þá
framtíð, sem bíður þeirra flestra á
næsta leiti. J.M.G.
framh. af bls. I 1
hjónabandið af mikilli þolinmæði, kærleika, bjartsýni og í
trú á Guð. Er ekki ástæða til að kenna hjónabandsrækt?
Næst síðasta setning: Ég vona innilega að brátt verði
hjón jafnt metin í hjónabandi svo bæði geti sótt þangaö
hvatningu til starfa innan heimilis og utan eftir því sem
hver hjón kjósa. Ég endurtek: Eftir því sem hver hjón
kjósa.
Að lokum: Mér hefur ævinlega fundizt hjón, og nú fólk í
sambúð, njóta félagslegrar virðingar fram yfir ógift fólk,
sem ekki býr í sambýli. Ég er á móti því.
Kæri lesandi, þakka þér lesturinn. Fyrirgefðu sím-
skeytastílinn.
Auöur Eir Vilhjálmsdóttir.
Strasbourg í apríl 1978.
15