19. júní


19. júní - 19.06.1978, Side 18

19. júní - 19.06.1978, Side 18
-| Þau voru bæði í sama bekk, og brátt var Amor sendur. Þau leiddust út í lífsins garð, þótt lófa vantaði og hendur. „Mundu mig, því ég man þig“, sagöi María í trekknum. ,,Ég geri það sama, og giftumst svo", svaraði Gunnar á Hljómskálabekknum. 2 Himinninn varð nú heiður og blár, og hvergi komst ský á loft. ,,Ég hef galopin augu, er greindarhár", Gunnar sagði það oft. „Svo ég hef blindast brátt af sól, og blindri ást á kjána, og þegar við röltum í rökkri heim var rosa- baugur um mána“. 3 Þau gengu í heilagt hjónaband, en hjartað var stutt sem smér. „Ésús minn, það var jarðar- för, að játast manni sem þér“. Af sjó kom Gunnar sjaldan í land, og sá ekkert fyrir vinnu. „Er ekki alveg agalegt, þú afrækir þína kvinnu?" 4 Alltaf var hún í eldhúsinu, og aldrei komst hún á böll. „Ekki fær hann ætan bita, ef ég kemst ekki á skröll". Gunnar með henni gat einn son, þeir gengu úti á kvöldin. „Þannig get ég mér til hann geri sér von um, að geta hrifsað öll völdin". Hjónabandið i 4 I Texti: Guðbergur Bergsson

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.