19. júní


19. júní - 19.06.1978, Page 21

19. júní - 19.06.1978, Page 21
Dætur Egalíu Útg. Pax forlag a.s., Oslo 1977. Höfundur Gerd Brantenberg. Gerd Brantenberg (f. 1941) hefur áður gefið út skáldsöguna Opp I alle jordens homofile (Gyldendal 1973), auk fjölda greina í kvenréttindablöð og tímarit. Hún er lektor í Oslo. I landinu Egalíu hafa konurn- ar völdin. Þær hafa allar lykil- stöður í samfélaginu og notfæra — En þrátt fyrir allt eru það þó karlmennirnir, sem geta börnin, sagði Bram forstýra og leit áminnandi augnaráði á son sinn yfir Egalsundsblaðið. Hún var greinilega að missa þolinmæðina. — Auk þess er ég að lesa dag- blaðið. Hún hélt áfram að lesa, bálreið yfir trufluninni. — En ég vil verða sjókona. Ég tek börnin bara með mér, vogaði Petróníus að halda áfram. — Og hvað heldurðu að móðir þeirra mundi segja? Nei, heyrðu nú. Það eru ákveðin atriði í þessu lífi, sem þú verður að læra að taka tillit til. Smám saman muntu læra að meta gildi þess, sem þú verður að gera. Jafnvel í jafnréttisþjóðfélagi eins og okkar, sér vald sitt til framdráttar eigin kyni. Karlar gæta barnanna, vinna láglaunastörfin og ganga með tippishólk til fegurðarauka. Mögli þeir, er svarið, að þeir fæði ekki börnin og get því lítið lagt til mála. Þeirra eina tækifæri er, að fá að gera konu barn, svo að þeir geti fengið „föðurvernd“ og verið heima við barnauppeldi. Jafnvel málfarið sýnir hve undirokaðir karlarnir eru. Fólk geta ekki allar kveneskjur lifað sams konar lífi. Auk þess yrði það hundleiðinlegt. Tilbreytingalaust og fúlt. — Enn leiðinlegra er að fá ekki að gera það sem ég vil. — Hver segir að þú fáir það ekki? Eg er einungis að benda þér á að vera raunsær. Það er ekki bæði hægt að sleppa og halda. Eignistu börn, áttu þau. Hlustaði nú á mig, Petróníus. Á unglings- árum mínum dreymdi mig líka stóra drauma. Sjókonurómantík Þú þjáist af henni. Þú ættir að hætta að sökkva þér niður í æv- intýralegar frásagnir af hetju- dáðum sjókvenna og lesa heldur piltaskáldsögur. Þær veita þér miklu raunsærri drauma. Auk þess langar engan raunverulegan karlmann til sjós. eru „kveneskjur“, starfsheiti yf- irleitt kvenkyns: forkona, skip- stýra, o.s.frv. Hér á eftir fara fáeinir stuttir kaflar úr bókinni, lauslega þýddir, til að gefa lesendum dá- litla innsýn í efni hennar. Aðalsöguhetjan er Petróníus, sextán ára piltur, þegar sagan hefst. Hann er að ræða framtíð- ardrauma sína við móður sína: — En flestar sjókonur, sem ég þekki eiga börn. — Það er allt annað, Petróníus. Móðir getur aldrei orðið barni það sama og faðir. Systir hans rak upp hrossa- hlátur. Hún var hálfu öðru ári yngri og stríddi honum í sífellu. — Ha, ha, karl getur þó aldrei orðið sjókona, það felst meira að segja í sjálfu orðinu. Karlkyns sjókona. Fíflalegasta, sem heyrst hefur í kvenna minnum. Ha, ha, þú ætlar e.t.v. að verða bátskona eða stýrikona. Eg dey úr hlátri. Allir karlar, sem fara á sjó eru annað hvort hórar eða kynvilltir. — Kynvilltir? — Já, einmitt kynvilltir. Og í hverri höfn standa hórarnir í röðum, þegar sjókonurnar koma. Hún reif í hárið á Petróníusi. ekki heima hjá okkur, hann á heima í útlöndum“, og málið er lcyst. Síðar meir þarf hún auð- vitað nánari skýringar og þá fær hún svör í samræmi við þroska sinn. Sé maöur sáttur við þetta frá upphafi, skapast ekkert vandamál. Nú hef ég sannað fyrir sjálfri mér, að ég er frjáls manneskja og efnahagslega sjálfstæð. Eg get séð okkur Hildi Fjólu farboröa og þarf ekki á öðrum að halda til þess. Þetta veitir mér öryggis- kennd, en líka frelsi, þar sem ég veit aö ég þarf ekki að sætta mig við einhvern mann eingöngu af )dví að ég er honum fjárhagslega háð. Þar með er líka kominn eini grundvöllurinn, sem ég get hugs- að mér fyrir sambúð eða hjóna- bandi. Sambandið yrði þannig aðeins til vegna tilfinningalegra þarfa, og þá gæti ég vel hugsað mér að deila öllu með honum, vitandi það, að ég þarfnast hans ekki til að borða. Mér finnst ég vera lánsöm að hafa getað uppfyllt óskir mínar og þörf fyrir að verða móðir og mynda fjölskyldu. Ég hef samúð með einhleypum karlmönnum, sem verða að fara á mis við þessi miklu forréttindi okkar kvenna“. JG. 19

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.