19. júní


19. júní - 19.06.1978, Síða 22

19. júní - 19.06.1978, Síða 22
— Pabbi, Ba er að hrekkja mig. — Guð mín góða, getiði aldrei verið til friðs? Bram forstýruherra kom þjót- andi út úr baðherberginu með skeggið fullt af krullupinnum. — Stillið ykkur, krakkar. Ba, mundu að Petróníus er hársár. — Hársár og hörundsár. Mundu að Petró 'rs er hársár. Mundu að Petróníus er af veikara kyninu. Heyrði pabbi, á I etrón- íus ekki að fara að fá tippishólk? — Þegiði, ég er að lesa, rumdi forstýran. — Meira kaffi, Rut? spurði for- stýruherrann vingjarnlega. Forstýran hummaði utan við sig. — Djöflan sjálf, eru nú yngri árgangarnir einu sinni enn að krefjast hærri launa. Ég ætti e.t.v. að verða barnshafandi einu sinni enn, Kristófer. Það var reyndar alltof sterkt. — Við eigum nú tvö fyrir. — Kaffið var of sterkt, sagði ég. — Á ég að hella aftur upp á? — Nú er það orðið of seint. Ég hef engan tíma til að bíða eftir því, að þú hafir þig í að hella upp á könnuna í annað sinn, sagði hún móðguð og svolgraði í sig því sem eftir var i bollanum með fýlusvip. — Ég vil verða kafara. Ha, ha, ha, KAFARA. Það eru ekki til höfunarbúningar fyrir karla. Karlkyns froskkona. Ba sló sér á lær, benti á bróður sinn og skemmti sér drottningar- lega. — Eru nokkuð til köfunarbún- ingar fyrir karla, mamma? Forstýran svaraði ekki. Kristófer og Petróníus fóru að bera af borðinu fram í eldhús. Enn hvað andrújnsloftið í eld- húsinu var alltaf þægilegt. Petr- ónius lokaði dyrunum svo að þeir heyrðu ckki, ef mamma eða Ba segðu eitthvað, en það gerðu þær alltaf. — Ég skil ekki að þú skyldir nenna að fá föðurvernd hjá 20 mömmu, pabbi. Þótt þú gerir allt, sem hægt er til að stjana við hana, færðu aðfinnslur í 62 af hverjum fOO skiptum. — Hvað ertu að segja? — Mamma segir að það sé nauðsynlegt að geta sannað full- yrðingar sínar. Til þess að geta það verð ég að skrifa niður það sem gerist. Ég er farinn að skrifa niður það, sem gerist hérna á heimilinu. — Og til hvers ætlarðu að nota það? - Nota, ja — ég veit það ekki . . . En alla vega get ég ekki skilið hvernig þú nennir að búa með hcnni. — En ég elska hana . . . (Rut Brarn hefur áhyggjur af jwí hvort sonur hennar muni ganga út. Petróníus er alltof hávaxinn og grannur til að ganga í augun á konum.) Rut hafði aðvarað hann, sagt að hann mætti ekki hlaupa svona mikið úti og yrði að borða meira. En Kristófer hélt verndarhendi yfir honum. „Hvað ef drengurinn getur ekki borðað meira“ mót- mælti hann. Hann hafði gremju- lega miklar tilhneigingar til að innbyrla Petróníusi að hann liti út eins og lítill engill. „Góða, láttu nú drenginn í friði . . .“ Og síðan hafði Kristófer slett því framan í hana að hún mismunaði börnunum. „Ba er í rauninni alltof feit. Af hverju skiparðu henni ekki að grenna sig?“ sagði hann. Rut hafði neyðst til að leiðrétta

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.