19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 26

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 26
benti henni á að nú væri hún öðrum gift og hans eign. Hún: Ég var ánægð með þenn- an mann — það var aldrei neinn annar maður. Þekkti hann fyrst 1 — 2 árum áður en við opinber- uðum. Ég kom til systur hans, en sá hann ekkert þá — líklega hefur hann verið utanbæjar. Sennilega hefur hann látið einhvern áhuga í ljósi að fyrra bragði. Ég var í skylduskóla til ferm- ingar, en fór eftir það stundum í sumarvinnu t.d. i fiskbreiðslu eða hausaverksmiðjuna á Kletti. Annars vann ég á heimili foreldra minna — mér fannst annað ekki koma til greina, mamma átti mörg börn og þurfti á mér að halda, við vorum 10 systkinin, ég elst og allt hitt strákar. Mig langaði að læra að sauma, en var sagt að enginn tími væri til þess — svo mikið að gera heima. Að sumarlagi kom fyrir að pabbi fór í síld, eldri bræðurnir í sveit og mamma í sveit að sjá um mat- reiðslu og ég með henni til að líta eftir yngstu bræðrunum. Um haustið var keyptur mikill matur — heil kjöttunna. Ég fékk yfirleitt að halda sum- arkaupinu mínu og stundum gaf mamma mér kjólefni. Einu sinni sauð hún slátur fyrir konu, sem síðan saumaði kjól á mig í stað- inn. Eitt sinn voru mér gefnir peningar fyrir silkisokkum og átti 'íst að vera ósköp þakklát fyrir þá. Ég fann vel að móðir mín var áfram um að ég ílentist ekki heima og þjónaði undir bræður mína til frambúðar. Það virtist sjálfsagt að giftast og að maður- inn sæi konunni farborða. Nú verða stúlkur að læra og fara að vinna fyrir sér. Fyrirmyndin — ímyndin? Hún: Ætlaði bara að vera eins og ég er. Hann: Ég sá fljótt átakið, sem karlmenn urðu að gera til að hafa til matar og sem drengur að 24 hjálpa til við að afla matfanga. Þar var aðalfyrirmyndin — öllu máli skipti að ala önn fyrir fjöl- skyldu. Ég fór að keyra bíl og fékk 300 krónur á mánuði og af því borg- aði ég helminginn heim til for- eldra minna, en hitt lagði ég mest allt fyrir. Þegar ég var rúmlega tvítugur festi faðir minn kaup á húsi á þessum slóðum og þá lán- aði ég honum innstæðu mína — sem svaraði tíföldu mánaðar- kaupi. Á brúðkaupsdaginn okkar sagði faðir minn við mig: „Þú átt hjá mér 3 þúsund krónur. Þú getur keypt hálft húsið og þetta verið útborgun.“ Ég tók þessu og þetta var mitt stærsta fjármála- ,,kúpp“, — það er enn að skila. Framtíðaráætlanir? Hann: Við gerðum engar áætl- anir og litið um getnaðarvarnir. Allir vissu um smokkinn — hann er öruggur en þvingandi. Margir kunnu raunar ekki að nota hann — fólk þarf að blása hann upp. Smokkurinn fékkst i apótekum og í almenningssalerninu í Banka- stræti — fór of seint að nota hann. Fjögur börn á fimm fyrstu ár- unum var of mikið. Við urðum að taka vinnukonu þegar annað barnið fæddist og hún fékk fæði, húsnæði og 40—50 kr. á mánuði. Ég hafði 300 kr. í mánaðarlaun fyrir 10 stunda vinnudag — eft- irvinna var ekki greidd. Fljótlega fékk ég erfðafestu- land í nágrenni bæjarins, byggði þar hús og ræktaði grænmeti og þar vann ég öllum stundum á kvöldin og nóttunni. Þetta var aðallega gert vegna barnanna, við bjuggum við umferðagötu og eitt barnanna varð fyrir bíl. Við hjónin dönsum ekki, för- um ekki i bíó, en stundum í leik- hús og á tónleika — við höfum núna vel ráð á þvi, en ég nenni ekki að taka mikinn tíma í það. Ég var mikið í laxveiði — það var minn stóri veikleiki. Foreldrar hennar voru ekki ginkeyptir fyrir mér sem tengda- syni — átti að vera svo kvensam- ur. Hún: Engar framtiðaráætlanir um barnafjölda. Ég átti engan kærasta áður — þegar maður á svona marga bræður veit maður vel hvernig strákar eru og svo voru engir strákar á eftir mér. Ég tel að þessi óskaplega mikla fræðsla um kynlíf geti verið óþörf. Þegar á reynir opnast málin fyrir fólki. Móðir mín talaði ekki op- inskátt við mig, en ég las bækur t.d. lækningabók, sem ég fékk á safni. Mér finnst unglingar eigi að fara varlega í sakirnar með náið samlíf, ef það ætlar sér ekki hjú- skap eða sambúð. Ágætt fyrir unglinga að lesa rómantískar bækur, en ekki allt þetta grófa og hrjúfa um samlíf fólks. Dálitið skáldunum að kenna — þau fletta ofan af öllu, ekkert er und- anskilið. Skilnaður? Hún: Aldrei. Hann: Aldrei hugleitt skilnað og aldrei fallið skuggi á hjóna- bandið. Aðalatriðið? Hann: Samlífið innsta milli hjóna skiptir miklu máli — sést best á þvi ef fólk misstígur sig, hversu viðkvæmt það er og getur kostað skilnað. Eg tel að hún myndi frekar fyrirgefa mér en ég henni. Karlar sem ég hefi talað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.