19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 29
eftir börnunum. Ég held að hann
ætlist til að ég geri það sama,
samt geri ég það ekki. Honum
finnst sjálfsagt að sinna hinu og
þessu utan vinnu og heimilis, mér
finnst það ekki. Mér finnst ég
þurfa samþykki hans til þess að
fara af bæ af því að við gegnum
ólíkum hlutverkum við fram-
færslu fjölskyldunnar, það er
frekar mitt hlutverk að annast
börnin. Samt finnst mér vera
jafnræði með okkur.
Mér líkaði vel það líf sem ég
lifði áður en ég gifti mig og lang-
aði ekki að lifa því öðruvísi, auð-
vitað fórnar maður hluta af sjálf-
um sér við giftingu. Ég er mikil
félagsvera, fólk er mér nauðsyn-
legt, sem betur fer er hann þannig
líka, svo ég finn ekki mikið fyrir
húsmóðurlegri einangrun. Við
tökum jafnt ákvarðanir um bú-
skaparhætti og flest sem lýtur að
okkur sameiginlega, þó ráðast
frístundir okkar af vinnu hans,
við höfum í átta ára hjónabandi
aldrei tekið lengra frí en 4—5
daga í einu og aldrei farið neitt
tvö saman. Barnauppeldið er
sameiginlegt, samt getur orðið ó-
samlyndi í þeim efnum. Hann er
strangari og harðari, ég er und-
anlátssamari og tek mjög nærri
mér ef ég þarf að beita þau hörku.
Við kunnum hvorugt að bregðast
við börnunum, þau fæddust þrjú
á fjórum árum, við vorum ólík og
höfðum aldrei rætt þessa hluti
svoleiðis.
Ég held við berum jafna fjár-
hagslega ábyrgð. Samt sé ég ekki
um reikninga og mitt kaup legg
ég inn á hans reikning, yfirleitt
þarf ég að spyrja hann hver fjár-
hagsstaðan sé. Við eigum gott
með að láta hverjum degi nægja
sína þjáningu. Ég þjóna heimil-
inu og sé um daglega hirðingu.
Ég þarf stundum að brýna fyrir
honum að mín vinna fyrir utan
heimilisstörfin sé jafnmikilvæg
og hans, ég ræð sjálf vinnutíma
mínum. Mér dettur í hug, aldrei
gæti ég setið inni í stofu og beðið
eftir að maturinn væri settur fyrir
mig, t.d. um helgar þegar bæði
eiga jafnan rétt á hvíld.
Hvort ég er á réttri hillu, hvað
er það? Það er til fullt af öðrum
störfum sem maður myndi heldur
kjósa sér en vera húsmóðir. Það
hlýtur að vera ólíkt skemmtilegra
að vera t.d. blaðamaður eða
bókavörður, það eru skemmti-
legri viðfangsefni en uppþvottur
og skúringar. Kannski þegar
maður er orðinn rúmlega þrítug-
ur vantar mann kjarkinn til þess
að fara aftur út í atvinnulífið.
Maður vantreystir sjálfum sér
meira með hverju árinu, hefur
ekki trú á sér. En ég held að
hjónabandið henti mér vel. Auð-
vitað skapast þær aðstæður hjá
manni að það verður ósjálfrátt
hemill, ekki beint sjálfur hjú-
skapurinn, heldur það sem hon-
um oftast fylgir: börnin. Það
gengur það sama yfir okkur bæði,
við þurfum bæði að láta á móti
okkur. Ekki síður hann en ég, t.d.
hvað varðar frekari menntun.
Ég held ég hafi aldrei hugleitt
skilnað í alvöru, rifrildi verða út
af ómerkilegum smáatriðum,
held ég. S. H.
Hjónabandið jafnt í þágu
beggja aðila
Feður ættu að fá meiri rétt yfir börnum sínum. Það er óréttlátt að
stelpa, sem á barn getur gefið það eða látið annan ættleiða það,
án þess að rétti pabbinn fái nokkru ráðið. Hann má þá ekki einu
sinni taka það frekar í fóstur sjálfur.
Við hittum 19 ára pilt, sem býr
í sveit:
Af hverju giftist fólk?
Yfirleitt vegna tilfinninga, en
stundum af því að barn er á leið-
inni. Annars er allt til. Ég þekki
eitt dæmi þess að strákur giftist
stelpu, mest af þvi að hún átti
ríkan pabba.
Finnst þér hjónabandið aðlað-
andi tilhugsun?
Já, þegar það hentar mér. Ég
tel hjónabandið jafnt í þágu
beggja aðila og maður þarf ekki
endilega að gifta sig þótt maður
búi með stelpu. En það er hefð að
giftast og einfaldar margt, af því
að það fellur inn í kerfið. Gift-
ingin veitir öryggi, þá getur
hvorugt stungið af i livelli. Ann-
ars hef ég lítið spáð í þetta, það
kemur bara af sjálfu sér — seinna.
Mér finnst fólk eiga að vinna
saman og skiptast á um heimilis-
störf. Að annar aðilinn fari alltaf
sínu fram er óheppilegt.
27