19. júní - 19.06.1978, Side 34
Hafðirðu einhverjar sérstakar
hugmyndir um hjónabandið,
þegar þú giftist í fyrsta sinn?
„Nei, mér fannst það fyrst og
fremst öryggi að giftast góðum og
traustum manni, sem naut álits í
starfi og var vel liðinn. Auk þess
leit ég upp til hans og þótti vænt
um hann og var alveg viss um, að
ástin og meiri hrifning myndu
aukast við nánari kynningu og
sambúð. Maðurinn hafði allt til
þess að bera í mínum augum, sem
einn eiginmann mátti prýða. En
því miður snerust hlutirnir ekki í
þá átt, sem ég hafði vonað,
hvernig sem ég reyndi. Við vor-
um barnlaus og því fór sem fór,
e.t.v. fyrr en ella. Eg varð ást-
fangin af öðrum manni. Foreldr-
ar mínir voru mjög á móti að við
skildum, sem var ósköp eðlilegt.
Eg var að fara úr algjöru öryggi
út í eitthvað nýtt, með ástina eina
að leiðarljósi.“
Hvað vantaði á, að hjóna-
bandið varð ekki eins og þú
hafðir gert þér í hugarlund?
„Eg álít kynlífið mjög mikil-
vægan þátt í samlífi hjóna, en við
náðum ekki saman, hvað það
snerti. Mín mistök frá upphafi
voru þau að halda að væntum-
þykja, öryggi og allt það, sem ég
gat um áðan, nægðu til að byggja
allt annað upp. En því miður. Og
þessi mistök eru án efa aðalorsök
þess, að við skildum. Eg vil taka
það skýrt fram, að okkur kom
32
alltaf vel saman, vorum góðir
vinir, svo að ekki var ósamlyndi
til að dreifa. Og við skildum í
mesta bróðerni. Þetta hjónaband
stóð í 3 ár. Og fljótlega gifti ég
mig í annað sinn.“
Varð mikil breyting á lífi þínu?
,Já, óneitanlega. í fyrsta lagi
var ég hrifin af manninum, í öðru
lagi tók ég meiri þátt í hans
áhugamálum, á allt annan hátt
en með þeim fyrri. Og svo var ég
hamingjusöm og leið vel. Hvað
öryggi snerti mætti e.t.v. segja, að
það var á annan hátt. T.d.
bjuggum við í leiguhúsnæði, en
áður bjó ég í eigin húsnæði.
Einnig peningalega hafði ég
minna úr að spila, en við höfðum
nóg, enda tel ég peninga ekki
skipta öllu máli. Fyrir mig var
það ekki aðalatriðið. Við vorum
hamingjusöm, áttum von á barni,
sem við þráðum bæði, eða er
þetta ekki að vera hamingju-
samur? Það fannst mér.
Þú álítur kynlífið mjög mikil-
vægan þátt í hjónabandi. Nú
skilst manni, að þetta atriði ein-
göngu haldi saman sumum
hjónaböndum, þrátt fyrir að
gagnkvæma hrifningu vanti.
Hvert er þitt álit?
„Frá minum bæjardyrum séð
tel ég, að kynlífið eitt, án gagn-
kvæmrar hrifningar og andlegs
sambands milli maka (auk góðs
félagsskapar), haldi engu hjóna-
bandi saman til lengdar. Til við-
miðunar t.d. mitt fyrsta hjóna-
band; góður félagsskapur og
öryggi, lítil hrifning og mis-
heppnað kynlíf, það stenzt heldur
ekki til lengdar.
Annað hjónaband mitt rann
ekki út í sandinn, eins og þú
kannske heldur. Maðurinn minn
veiktist skyndilega og ég missti
hann eftir allt of stutta sambúð.
Þú upplifðir sem sagt mikla
hamingju. Trúðirðu á hamingj-
una, þegar þú giftist í þriðja
sinn?
„Nei, það gerðist ekki fyrir trú
á hamingjuna. Satt að segja get
ég ekki útskýrt, hvers vegna ég
gerði þau mistök. Þetta er eitt af
því, sem mér er ógjörningur að
útskýra, því að ég skil það ekki
sjálf. Held helzt, að ég hafi verið
að leita þess, sem ég missti
nokkrum árum áður, þótt ég vissi
innst inni, að það yrði aldrei eins.
Líklegast var ég hrædd við að
vera ein með barn, e.t.v. að leita
aftur að öryggi. Sannast bezt að
segja eru þetta, þegar ég lít til
baka, stærstu mistök mín í lífinu.
Eg varð auðvitað að sjá fyrir
mér og drengnum, eftir að ég varð
ekkja, og kom ég honum fyrir á
barnaheimili. Nokkrum árum
seinna hitti ég svo þennan mann.
Éghafði þekkt hann lítillega áður
fyrr, vissi eitt og annað um hans
lífsferil. Hann var fráskilinn,
mikið fyrir vín og mjög skapmik-
ill. Hann var ákaflega myndar-
legur maður og gat verið mjög
skemmtilegur. Við fórum út
saman og ekki leið löng stund,
þar til við gengum í það heilaga. I
rauninni mælti allt á móti því, að
ég giftist þessum manni, en ég
leiddi það algjörlega hjá mér.
Þetta gekk bara þokkalega í
fyrstu. Hann gat verið blíður og
tillitssamur, og kynlífið var í mjög
góðu lagi. En því miður breyttist
þetta fljótlega til hins verra,
þegar fyrsta hjúskaparstemning-
in var liðin hjá. Hann var mjög
eigingjarn og afbrýðisamur, sem
hann hafði alls enga ástæðu til.
Og þegar svo var komið, að von
var á barsmíð í tíma og ótíma svo
að stórsá á manni, hvort sem
maðurinn var drukkinn eða
ódrukkinn, þá kulnaði fljótt i
kolunum, og þar nægði ekki gott
kynlíf til að lífga við i þeim. 1
lokin mátti ég vart til þess hugsa,
að maðurinn snerti mig.
Eg vil láta það koma fram, að
hann var ávallt góður við dreng-
inn, en barnið var orðið ákaflega
hvekkt, og ég vissi, mér bar að
forða okkur báðum frá meiri
raunum til að halda sönsum. Þótt