19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 37
Ovígð sambúð karls og konu Hér verður aðeins drepið á fá- ein atriði, er miklu varða um réttarstöðu karls og konu, sem búa saman í óvígðri sambúð. Heildarlög, er kveði á um réttindi og skyldur sambúðarfólks, eru ekki til staðar. Um réttaráhrif slíkrar sambúðar eru eingöngu örfá dreifð lagaákvæði svo og dómsúrlausnir. Óvígð sambúð þarf engan veg- inn að vera frábrugðin sambúð hjóna að því er snertir tilfinn- ingatengsl, gagnkvæman trúnað og efnahagslega samstöðu inn og út á við. I samskiptum sambúðarfólks innbyrðis geta að sjálfsögðu risið margvísleg torleyst vandamál, einkum þó við slit samvista. Oft stendur sambúðin árum og jafn- vel áratugum saman og allflestar eignir fjölskyldunnar orðið til á sambúðartímanum fyrir sameig- inlegt átak beggja aðilja. Við at- hugun á dómum, sem gengið hafa um réttarágreining sam- búðarfólks, snúast deilumálin nær undantekningarlaust um fjárskipti þess við sambúðarslit. Við þau skipti hefur ekki verið talið unnt að beita reglum um búskipti milli hjóna við skilnað. Algengast er, að karlinn aflar teknanna og flest allar eignir séu skráðar á hans nafn, og við skipt- in heldur hann eignunum, en konan fær enga hlutdeild í þeim. Það er ekki ósjaldan, að kona í slíkri sambúð, sem gætt hefur bús og barna og ekki verið í tekjuöfl- unaraðstöðu, en óbeint stuðlað að eignarmynduninni, hefur átt þann kost einan við slit sambúðar að hverfa slypp og snauð af heimilinu. Rétt til lífeyris- greiðslna úr hendi karlsins á hún ekki, þar sem um gagnkvæma framfærsluskyldu sambúðarfólks er ekki að ræða. Til að draga úr mesta misrétt- inu, sem oft skapast við ofan- greindar aðstæður, hefur réttar- framkvæmdin verið sú að dæma konunni hæfilega þóknun fyrir störf hennar í þágu heimilisins, þ.e. ráðskonulaun. Tildæmd þóknun hefur yfirleitt verið hverfandi lítil miðað við helm- ingaskipti eigna búsins. f hinum s.k. ráðskonukaupsmálum kemur almennt fram, að enginn vinnu- samningur hefur tekizt með aðiljum. Verður eigi annað séð en að byggt sé á þeirri forsendu, að litið sé á konuna sem hjú hjá karlinum, húsbónda sínum, en samkvæmt hjúalögunum er hús- bónda skylt að greiða hjúi sínu laun, jafnvel þótt enginn vinnu- samningur liggi fyrir á milli þeirra. í óvígðri sambúð skapast engin erfðatengsl milli sambúðarfólks, og því nýtur langlífari sambúð- araðiljinn ekki erfðaréttar eftir hinn skammlífari. Sambúðarfólki stendur að sjálfsögðu sú leið opin að gera gagnkvæma erfðaskrá, en óheimilt er arfleiðanda að ráð- stafa meir en A hluta eigna sinna með erfðaskrá, þegar skylduerf- ingjum er til að dreifa. Hafi gagnkvæm erfðaskrá verið gerð og hinn látni ekki átt neina skylduerfingja, ætti langlífari sambúðaraðiljinn að vera eins vel settur og hefði hann verið í hjú- skap. Börn foreldra í óvígðri sambúð eru talin óskilgetin. En þar sem þau búa á sameiginlegu heimili beggja foreldra eru foreldraráðin í reynd einnig í höndum föður. Að þessu leyti er staða þeirra að engu frábrugðin stöðu skilget- Signý Sen. Lokaritgerð SIGNÝJAR SEN til kandídatsprófs í lögfræði vorið 1976 fjallaði um réttarstöðu karls og konu sem búa saman í óvígðri sambúð. inna barna. Komi til sambúðar- slita hefur faðirinn hins vegar enga lagaheimild til að krefjast forræðis barns, þar sem foreldra- vald óskilgetinna barna er al- mennt á hendi móður einnar. Eins og fram kemur að ofan eru aðeins örfá dreifð ákvæði, er kveða á um réttarstöðu sambúð- arfólks. Veigamesta þeirra er ákvæði í lögum um almanna- tryggingar. Fullnægi sambúðar- fólk skilyrðum laganna, á það sama rétt og hjón til allra bóta almannatrygginga. Skilyrðin eru þau, að karlinn og konan hafi átt saman barn, eða konan sé þung- uð af völdum sambýlismanns síns, eða sambúðin hafi staðið samfleytt í a.m.k. tvö ár. Sú er skoðun mín, að karl og kona, sem kjósa að semja sig undan hjúskaparlöggjöfinni og taka upp óvígða sambúð, ættu að vera betur en dæmin sýna á varðbergi um rétt sinn og stöðu. Samkomulag t.d. um tiltekin fjárskipti, komi til sambúðarslita, ætti ekki að skoðast sem van- traustsyfirlýsing, heldur öllu fremur varnagli til að draga úr öryggisleysi og styrkja, a.m.k. að þessu leyti, hina óvígðu sambúð. Signý Sen, lögfræðingur. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.