19. júní - 19.06.1978, Side 42
Svala: Hið hefðbundna þjón-
ustuhlutverk kvenna á heimilum
gerir það þó að verkum að þær
eru bundnar því allan sólar-
hringinn, en karlar eiga yfirleitt
meiri frítíma útaf fyrir sig.
Margar stúlkur álíta að þær verði
að velja á milli þess að, taka sig
alvarlega sem myndlistarkonur
og fjölskyldulífs, þar sem svo erf-
itt virðist að samræma þetta.
Sigrún: Ég held að það sé alveg
nauðsynlegt að konur láti ekkert
aftra sér frá því að sækja sér
menntun og reynslu til annarra
landa. Það er kannski einmitt
þarna, sem hundurinn liggur
grafinn, að konur kasti sér ekki
eins út í framhaldsnám erlendis
og nái þess vegna ekki eins langt
og karlar, eða séu vanmetnar af
þeim sökum.
Svala: Það virðist vera auð-
veldara fyrir karla en konur með
fjölskyldu að sækja framhalds-
menntun til annarra landa.
Konur í þeirri aðstöðu þurfa að
vera mjög ákveðnar og hafa tölu-
vert magn af ævintýramennsku
til að fara út í slíkt.
Guðrún: Já, það er rétt.
Svala: Undanfarna áratugi
hafa hópar myndlistafólks haft
sig mikið í frammi, September—
hópurinn og Súmarar svo dæmi
séu tekin. I hópunum hafa kon-
urnar aðeins verið örlítið brot af
heildinni. Þar sem konur eiga við
mörg sameiginleg vandamál að
stríða, væri ekki eðlilegt að þær
ynnu í samvinnu-hópum?
Sigrún: Mér finnst ekki jákvætt
að konur einangri sig í kvenna-
hópum. Það er nógu slæmur andi
milli hinna ýmsu hópa myndlist-
arfólks þótt svo krítískur hópur
sem kvennahópur bætist ekki við.
Jónína: Það á nú ekki að skipta
máli hvernig fólk skipar sér í hópa
um sameiginlegt áhugamál. Mér
finnst að konur eigi að standa
saman á fleiri sviðum en við
uppvask og kökubakstur.
Svala: Hvernig eiga konur að
40
Jónína Einarsdóttir
fara að því að bæta stöðu sina frá
því sem nú er?
Ingunn: Konur verða að skapa
sér tækifæri til framhaldsnáms.
Þær verða að knýja sjálfar sig
áfram, og meðan myndlistarfólk
er að komast yfir erfiðasta hjall-
ann að námi loknu ættu skóla-
félagar að stofna hópa og örva
hverja aðra í þeim.
Jónína: Já, konur verða að taka
málin fastari tökum. Þær verða
að gera upp við sig hvað það er
sem þær í rauninni vilja og reyna
síðan að róa að því marki öllum
árum.
„Leikföng" '76
Sigrún: Við verðum að horfa
framan i heiminn og láta ekki
undan fordómum og beygluðu
almenningsáliti. Umfram allt,
ekki fela okkur á bak við alls
konar afsakanir því við erum
sterkar!
Guðrún: Við bætum stöðu okkar
með því að trúa á getu okkar og
nota hvert tækifæri sem gefst til
náms og starfs. Við verðum að
vinna stöðugt að því sem okkur
finnst mikilvægast og með því
hjálpum við einnig næstu kyn-
slóð.