19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 49
Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur: Konur og stjórnmál Karlmenn virðast óttast það að konur nái mjög framarlega í stjórnmálum. Þegar þær komast í ákveðið þrep eru viðbrögðin eins og þeim finnist að verið sé að hrifsa eitthvað af þeim, — að konurnar séu að ganga inn á þeirra valdsvið. Nú á kosningaári er vel við hæfi að staldra við og hugleiða þátt kvenna í íslenskum stjórn- málum. Þær vonir sem kvenna- árið 1975 vakti i hugum íslenskra kvenna hafa að ýmsu leyti brugðist, en að öðru leyti ekki. Konur hafa komið meira fram á sjónarsviðið bæði hvað varðar atvinnuþátttöku, nám o.fl. Þær eru sífellt að hasla sér völl víðs- vegar i þjóðfélaginu. Varðandi þátttöku kvenna i stjórnmálum er það greinilegt í dag að áhugi þeirra þar á er mikið að aukast og æ fleiri konur koma til starfa og með betri árangri. En það er líka jafn greinilegt að lítið fer fyrir því að þeim takist að ná langt í stjórnmálum. Reynslan af próf- kjörum þessa kosningaárs sýna á sama hátt að þrátt fyrir að virk þátttaka kvenna hafi almennt aukist í þeim og að þær komi nú sjálfar til leiks, náðu þær yfirleitt ekki hinum svokölluðu „öruggu sætum“ á framboðslistum til sveitarstjórna eða alþingiskosn- inga. Þau sæti eru fæst skipuð konum. Það þykir gott að hafa þær með, en ennþá er andrúms- loftið þó þannig, að karlmönnum þykir æði súrt í broti að þurfa að víkja fyrir þeim. En hvað er það sem veldur? Hvað er það, sem hamlar því að þær sæki fram? Þar koma eflaust til mörg atriði og margvísleg. Eitt af því er skortur kvenna á sjálfs- trausti. Þær vilja ekki leggja út í neitt, sem þær telja sig ekki fyrir- fram örugglega geta leyst sóma- samlega af hendi. Ef til vill er það líka hræðsla við að fara í sviðs- ljósið — verða umdeildur. Ef til vill er það hræðsla við „mann- orðsmissi“. Karlmenn virðast óttast það að konur nái mjög framarlega í stjórnmálum. Þegar þær komast í ákveðið þrep eru viðbrögðin eins og þeim finnist að verið sé að hrifsa eitthvað af þeim, — að konurnar séu að ganga inn á þeirra valdsvið. Þá er öll hvatn- ing og allur stuðningur horfinn. Það þykir við hæfi og nauðsyn- legt að hafa þær með, svo fram- Inga Jóna. arlega sem þær gangi ekki of langt. Menn segja nú sennilega að það sé ekki bara stuðningur karl- manna sem hverfi heldur séu konur ekkert alltof fúsar að veita kynsystrum sínum brautargengi. Það má vel satt vera. En konur eiga ekki að styðja konur bara vegna kyns þeirra á sama hátt og karlmenn eiga ekki bara að styðja karlmenn. Aftur á móti eiga kon- ur ekki að vantreysta kynsystrum sínum. Það á að sýna þeim fulla sanngirni, en þær eru almennt ekki metnar að verðleikum. Kon- ur þurfa yfirleitt að sýna meira af sér til að fá sömu viðurkenningu og karlmenn. Þetta fælir þær frá þátttöku í stjórnmálum. degi þarf að biðja mann sinn að „gefa sér“ fyrir mjólk eða ýsu býr við niðurlægingu, það er engin hætta á, að hún fari að skipta sér af borgarskipulaginu. Margar konur vita heldur ekki hvað eiginmaðurinn hefur i kaup. En úr því efnahagurinn er sam- bræddur, þá er óeðlilegt að konan fylgist ekki með tekjum jafnt sem skuldum, sem ábyrgur aðili. Sem betur fer eru karlmenn alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri. Sérstaklega eru þeir yngri orðnir leiðir á að leika einræðissinnaða harðjaxla. Einn þeirra sagði, þegar ég leitaði álits hans á þessum málum: „Konan hefur mikið að gefa veröld markaðslögmálanna af þeim til- finningaheimi sem hún byggir og þar sem hún ríkir. Konur þurfa að ylja upp kerfið þetta opinbera, ískalda, og skynja sjálfar sig sem ábyrga aðila í þjóðfélagi sínu“. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.