19. júní - 19.06.1978, Page 57
Fréttir frá
jafnréttisráði
Starfsvið jafnréttisráðs hefur hingað til
verið tvíþætt, annars vegar að taka við
kærum frá aðilum, sem telja brotið á sér
m.t.t. þeirra laga, sem ráðið starfar eftir,
og hins vegar að vinna að verkefnum,
sem geta haft varanleg áhrif í baráttunni
fyrir jafnri stöðu karla og kvenna.
Afgreidd mál.
Jafnréttisráð hefur afgreitt iO mál frá
því að það tók til starfa í júlí 1976. M.a.
vegna starfa ófaglærðs fólks í bókbands-
iðn. En þar gátu einungis stúlkur unnið
ófaglærð störf samkvæmt kjarasamningi.
Viðkomandi aðilar sættust á að breyta
þessu við gerð næstu kjarasamninga.
Einnig hefur ráðið haft samband við
Samb. almennra lífeyrissjóða vegna 13.
gr. reglugerðar þeirra um makalífeyri, en
í þeirri grein segir m.a.: „Heimilt er
sjóðstjórn að greiða ekkli, sem sjóðfélagi
lætur eftir sig, allt að þeim lífeyri, sem
ekkja ætti rétt á, er eins stæði á, enda hafi
ekkillinn skerla slarfsorku en hinn látni
sjóðfélagi teljist hafa verið aðalfyrirvinna
heimilisins“. Reglugerðin er í endurskoð-
un og mun jafnréttisráð fylgjast með
henni.
Til ráðsins hafa ekki borist mörgerindi
varðandi launamisrétti og gegnir það
furðu, þegar vitað er eins og m.a. kemur
fram í fréttabréfum Kjararannsóknar-
nefndar, að laun kvenna eru til muna
lægri en laun karla í sambærilegum
störfum. Verður greinilega að leita ann-
arra ráða til þess að nálgast þessar konur.
Jafnréttisráð hefur sent eitt mál til lög-
fræðings vegna málshöfðunar. Það er hið
svonefnda „Sóknarmál“ og fjallar um
launamisrétti. Jafnréttisráð og viðkom-
andi starfsmaður hafa stefnt fjármála-
ráðherra og heilbrigðisráðherra vegna
þess. Taka ber fram að hér á fjöldi
kvenna hlut að máli, en málið er höfðað í
umboði einnar þeirra.
Mál til umfjöllunar.
Nú eru til umfjöllunar um 15 mál hjá
ráðinu. Einnig hefur ráðið haft afskipti af
nokkrum umsóknareyðublöðum um ým-
is málefni. M.a. um kæru framleiðenda-
fulltrúa sexmannanefndarinnar vegna
mismunandi launa bónda og maka hans.
Ýmislegt.
Jafnréttisráði hafa borist fjölmargar
fyrirspurnir bæði frá aðilum hér á landi
og erlendis frá, varðandi lögin um jafn-
rétti karla og kvenna og almenna starf-
semi ráðsins. Ráðið hefur sent frá sér
umsagnir um þrjú frumvörp, frumvarp
um tekju- og eignaskatt, lagt fyrir Al-
þingi í fyrra, barnalagafrumvarpið og
ættleiðingarfrumvarpið. Einnig fylgdist
ráðið með breytingum á atvinnuleysis-
trygS*nSa^öggjöfinni varðandi fæðingar-
orlof, auk nokkurra annarra þingmála.
Fundir.
Jafnréttisráð hefur sótt fjölda funda,
sem tengjast starfsemi ráðsins bæði hér á
landi og erlendis. Einnig hefur ráðið
haldið 'ymsa fundi með aðilum, sem á
einhvern hátt tengjast þeirri löggjöf og
framkvæmd hennar, sem ráðið starfar
eftir.
Ráðið hélt t.d. í febrúar s.l. fund með
jafnréttisnefndum þeim, sem eru starf-
andi og nú fyrir skömmu hélt ráðið fund
um skólamál og jafna stöðu karla og
kvenna. Á þeim fundi voru aðilar frá
skólarannsóknardeild menntamálaráðu-
neytisins, fulltrúar frá kennarasamtök-
um, Fóstrufélaginu, Háskólanum,
Fóstruskólanum, Kennaraháskólanum,
framhaldsskólum og fleiri aðilum. Þar
var skipst á upplýsingum og myndaður
starfshópur, sem mun koma með tillögur
um framkvæmd 7. greinar jafnréttislög-
gjafarinnar varðandi skóla og uppeldis-
mál.
Ráðgjafanefndin.
Ráðgjafanefndin hefur farið yfir nýtt
lesefni í samfélagsfræði fyrir 1. bekk, 2.
bekk og 4. bekk í samvinnu við samfél-
agsfræðihóp skólarannsóknardeildar.
Ráðgjafanefndin er nú að vinna að
verkefni, sem varðar verðandi foreldra og
almenna stöðu barnsins í þjóðfélaginu.
Fréttabréfið.
Jafnréttisráð hefur hafið útgáfu
fréttabréfs „HLIÐ VIÐ HLIÐ að jafnri
stöðu karla og kvenna“ og er áætlað að
það komi út fjórum sinnum á ári.
Þeim, sem vilja koma með hugmyndir
i það, er bent á skrifstofu jafnréttisráðs,
Skólavörðustíg 12, sími 27420. Viðtals-
tími er fyrir hádegi alla virka daga.
Margt fleira hefur komið til kasta
jafnréttisráðs, sem of langt mál yrði að
tíunda hér og fjölmargt er í bígerð. En
betur má ef duga skal, því eins og fram
hefur komið viðgengst launamisréttið
enn verulega og fáar konur koma með
erindi vegna þess, þrátt fyrir að fjöl-
margar fyrirspurnir komi símleiðis vegna
meints launamisréttis.
Bergþóra Sigmundsdóttir.
BRUMBÓIAFÉLAC ÍSLANDS
Laugavegi 103 . Sími 26055
55