19. júní


19. júní - 19.06.1978, Síða 58

19. júní - 19.06.1978, Síða 58
Það hefur löngum verið handverksáhugi í mínu fólki Sú venja hefur skapast að á síðum „19. júní“ væri jafnan kynning á konum í atvinnulífinu og viðkomandi starfsgrein. Að þessu sinni hittum við að máli ARNDÍSI JÓHANNSDÓTTUR, söðlasmið og spurðum hana um námið og atvinnuhorfur. Á verkstæðlnu í Mosfellssveit. Ég lærði í London 1976— 1977 í Cordwainers Technical College. Fjármagnaði mig að mestu leyti sjálf í náminu, fékk þó 400 þús. kr. námslán. Þegar ég kom heim frá námi byrjaði ég að reyna að komast að hjá reyndum söðlasmið. Menntamálaráðuneytið vildi ekki löggilda prófin mín, ég hafði lært á aðeins einu ári og þeir kröfðust þess að ég færi í a.m.k. tveggja ára læri hjá hérlendum söðlasmið til þess að öðlast sveinspróf. En ekki gátu þeir bent á neinn sem gat tekið mig og ég reyndi sjálf út um allt án árang- urs. Og vegna þess að þeir höfðu engan sem vildi taka lærling var það lagt til að iðnnámið söðla- smíði yrði lagt niður á Islandi. Mér var bent á einn á Selfossi en óvíst hvort hann gæti tekið mig því mjög erfitt væri að fá leður og því gæti hann ekki haft nema einn lærling í einu. Annars líst mér mjög vel á at- vinnuhorfurnar. íslenskir söðla- smiðir anna ekki eftirspurninni í landinu, t.d. eru Þjóðverjar farnir að framleiða hnakka fyrir ís- lenska hestinn. Þessir þýsku hnakkar eru næstum jafndýrir og þeir íslensku, en þeir íslensku eru eftirsóttari og 2—3ja ára biðlisti eftir þeim. Annars ættu þeir sem hafa áhuga á að vita eitthvað um söðlasmiði heldur að spyrja þessa gömlu karla sem hafa unnið við fagið í áratugi. Það er dýrt að koma sér upp verkstæði. Ég hef fengið öll min verkfæri erlendis frá. Flestir is- lensku söðlasmiðirnir eru yfir sjö- tugt svo þetta iðnnám hlýtur að hafa næstum legið niðri í langan tíma en nú virðist áhugi vera að vakna aftur. Eg flyt sjálf inn leðrið, sem ég þarf, frá Englandi. Það er mjög dýrt en þó helmingi ódýrara en kaupa það hér. Ég hef verið að kaupa það sem til þarf smátt og smátt. Yfirleitt fæ ég það ekki hér sem mig vantar þótt eitthvað sé flutt inn af efni. T.d. þurfti ég að kaupa mér leðursaumavél sem er dýr gripur. Af hverju ég lærði þetta? lyg vissi að ef ég lærði eitthvað þá yrði það handverk og þetta varð fyrir valinu. Ég hef alist upp með hesta í kringum mig og hef áhuga á þeim. Það hefur löngum verið handverksáhugi í mínu fólki svo söðlasmíði varð það. Og ég sé ekki eftir því. Mér finnst þetta skemmtileg vinna og ég veit að ég get alltaf unnið fyrir mér í þessari iðn og ég er sjálfsminsherra. Þetta er fjölbreytt, maður er ekki að gera sama hlutinn aftur. Svo er þetta ekki eingöngu bundið við hnakkasmíði, heldur er þetta alls konar leðurvinna, beisli, bclti, töskur og allt þar á milli, hvort sem er fyrir hesta eða menn. S.H. 56

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.