19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 62

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 62
aö KRFl sendi fulltrúa á ráðstefnu, sem haldin var á vegum Norræna menn- ingarmálasjóðsins í Kungálv i Svíþjóð. Ráðstefnan var haldin í júní 1977 og fjallaði um hlutverkaskiptingu kynjanna og menntun. Fyrir hönd KRFl sótti Björg Einarsdóttir þessa ráðstefnu. Nordiske kvindeforeningernes sam- organitation — NKS hélt fund sinn og ráðstefnu í Svíþjóð 2.—5. júní 1977 1 boði Frekrika-Bremer Förbundet. Fulltrúar KRFf þar voru Sólveig Ólafsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Valborg Bentsdóttir. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Arbetsmarknad pa lika villkor“. Fluttar voru skýrslur um ástand þessara mála í hverju landi um stig og síðan unnið í starfshópum, niðurstöður samræmdar og ræddar í lokin. Helstu umræðuefni voru: 1. Við nýsköpun atvinnuvega sé þess gætt, að bæði karlar og konur komi þar til starfa og jafnvel eigi ríkið að stuðla að þvi með fjárframlögum, að enginn vinnustaður sé skipaður starfsmönnum af öðru kyninu eingöngu (jámstálldhets- bidrag, könskvotering). 2. Alls staðar verði lögbundin sömu laun fyrir sömu vinnu. 3. Konur taki virkari þátt í starfi stéttarfélaga og ákvarðanatöku þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verði skyldaðir til að sækja námskeið um jafnréttismál. 4. Varðandi vinnutíma var meiri áhersla lögð á, að vinnudagurinn verði 6 tímar heldur en 4 daga vinnuvika. Einnig var lögð áhersla á sveigjanlegan vinnutíma eftir þörfum fólks og rétt til leyfis á launum vegna veikinda barna, en leyfinu verði skipt milli foreldra. 5. Lagt var til að fæðingarorlof verði eitt ár og skiptist milli foreldranna. 6. Lögð var áhersla á að sett yrðu lög gegn kynjamisrétti og vakti óskipta athygli, að ísland skyldi verða fyrst til að setja lög um þetta efni. Næsti fundur NKS verður haldinn í Danmörku eftir 2 ár og mun væntanlega fjalla um það, hvar í þjóðlífinu konur séu í aðstöðu til að taka ákvarðanir. Stjórnarfundur 1AW var haldinn í Dublin 5.-8. sept. 1977 og sótti Björg Einarsdóttir fundinn, en hún á nú sæti í stjórn Alþjóðasambandsins. Arsrit KRFÍ, „19. júní“, kom að venju út 1977. Sala blaðsins gekk mjög vel og eru nú aðeins nokkur eintök til af því á skrifstofu félagsins.' Fjárhagslega stóð blaðið bæði undir sér og greiddi skuldir ársins 1976 og er vonandi að áframhald verði á velgengni blaðsins. Rekstur Hallveigarstaða gekk ekki nógu vel árið 1977 og varð nokkur halli á árinu. A undanförnum árum hefur þeirri hugmynd oft verið varpað fram, hvort 60 rétt væri að selja Hallveigarstaði og fá annað hentugra húsnæði fyrir þau félagasamtök, sem eru eigendur hússins. Svo sem kunnugt er hafa eigendurnir haft mjög takmörkuð not af Hallveigar- stöðum frá því að byggingu þeirra lauk árið 1968 og meginhluti hússins verið leigður til starfsemi, sem á engan hátt er þeim tengd. Hallveigarstaðir hafa hvergi nærri þjónað þeim tilgangi slnum að vera félagsmiðstöð fyrir samtök kvenna hér á landi eins og upphaflega var annar höfuðtilgangur með byggingu hússins. Hugsanleg breyting á rekstri Hall- veigarstaða eða sala þeirra var mikið og gaumgæfilega rætt i hússtjórninni á síð- asta ári. Það er samdóma álit hússtjórn- arinnar, að ef til sölu kæmi verði aðaltil- gangurinn sá að þau félagasamtök, sem eiga Hallveigarstaði, fái betri starfsað- stöðu en þau nú hafa og geti komið undir sig fótunum fjárhagslega, en slæmur fjárhagur hefur verið hemill á alla starf- semi þeirra. í leigusamningi Hallveigarstaða og Borgardómaraembættisins, sem hefur tvær aðalhæðir hússins til afnota, er ákvæði um að Borgardómaraembættið skuli eiga forkaupsrétt að húsinu, verði það selt. Var kannað hvort ríkið hefði hug á að kaupa húsið, ef sala yrði ofan á, en engin ákveðin svör fengust. Húsið var sett á almennan fasteignamarkað í febrúar s.l. Er það von allra, sem sitja i stjórn Hallveigarstaða, að þær tilraunir til að nýta betur og hagkvæmar það fjármagn, sem bundið er í Hallveigarstöðum, verði þeim félagasamtökum, sem hlut eiga að máli lyftistöng í starfi þeirra. Jafnframt verði unnt að nálgast betur en nú er þau markmið, sem brautryðjendur að bygg- ingu Hallveigarstaða settu framtakinu á sínum tíma. Frá miðju siðasta ári hefur KRFl ekki haft starfsmann, en þá hætti Sigríður Jónsdóttir störfum, sem hún hafði þá gegnt um nokkurt skeið. Stjórn félagsins hefur ákveðið, að fyrst um sinn taki stjórnarmenn að sér umsjón með og ábyrgð á hinum ýmsu verkefnum, sem vinna þarf, en fái félagsmenn sér til að- stoðar i sjálfboðavinnu. Af þessum verk- efnum má nefna innlendar og erlendar bréfaskriftir, fjármunavörslu, spjald- skrárritun, útbreiðsluhóp, dreifingarhóp fyrir „19. júní“, fjáröflunarhóp o.fl. Ennfremur hefur verið rætt um nauðsyn þess að gefa út fréttabréf við og við og efla tcngslin við aðildarfélögin. En öll þessi verkefni kalla á margar hendur til starfa, og er það von stjórnarinnar, að félagsmenn bregðist fljótt og vel við þvi kalli. Kvenréttindafélag Islands verður ekki það afl í þjóðfélaginu, sem þaðgctur verið, nema allir leggist á eitt um að efla það. 1 stjórn KRFl eru nú: Sólveig Ólafsdóttir, formaður Björg Einarsdóttir, varaformaður Ásthildur Ólafsdóttir Else Mia Einarsdóttir Erna Ragnarsdóttir Varamenn: Esther Guðmundsdóttir Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir Júliana Signý Gunnarsdóttir Kosnar á landsfundi til 4 ára: Brynhildur Kjartansdóttir Gerður Steinþórsdóttir Guðrún Gísladóttir Kristin Guðmundsdóttir. S.Ó. Menningar- og minningarsjóður kvenna Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður 1941 með dánar- gjöf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Fyrst var úthlutað námsstyrkjum árið 1946 og síðan hafa 512 konur fengið styrk úr sjóðnum. Fyrsta hefti æviminningabókarinnar kom út 1955. Fyrsta heftið er uppselt og litið eftir af öðru hefti. Fjórða bindið kom út 1973 og nú er 5. bindið í undirbúningi. Það er því mikilvægt að þeir, sem áhuga hafa á að koma æviágripum í það hefti, hafi sem fyrst samband við formann M.M.K. í sima 18156 fimmtudaga kl. 15-17. Tekjur sjóðsins hafa aðallega verið af árlegum merkjasöludegi i september, svo og af sölu minningarspjalda og ævi- minningabóka. Siðastliðið haust var merkjasalan með betra móti og seldist fyrir tæplega 500 þús. krónur. Sjóðurinn gat þvi úthlutað tveim 200 þús. króna styrkjum. Styrkþegarnir eru: Ragn- heiður Þorgrimsdóttir frá Kúludalsá við nám í vistfræði og hugmyndafræði við háskólann i Osló og Heba Hallsdóttir, Reykjavik, sem er við framhaldsnám i kcnnslu þroskaheftra, aðalfag talkennsla — við kennaraháskólann i Árósum. Stjórn M.M.K. er kosin á landsfundi fjórða hvert ár, en stjórn sjóðsins skipa nú: Else Mia Einarsdóttir formaður, Ánna Borg varaformaður, Kristin B. Tómasdóttir ritari, Guðrún Sæmunds- dóttir, Ragnheiður Möller, Ásthildur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.