19. júní - 19.06.1978, Page 63
Ólafsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir,
Helga Möller, Katrín Smári og Solveig
Pálmadóttir.
Formaðurinn hefur tekið að sér að
annast gjaldkera- og bókhaldsstörf fyrir
sjóðinn. Skrifstofa sjóðsins er opin alla
fimmtudaga kl. 15—17 á skrifstofu
K.R.F.f. að Hallveigarstöðum.
EME.
Frímerki
Hinn 8. mars s.l. komu út tvö frímerki í
flokknum „Merkir íslendingar". Þessi
merki eru að verðgildi kr. 50.— með
mynd af Þorvaldi Thoroddsen jarðfræð-
ingi, og kr. 60.— með mynd af Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda KRFf.
Þetta er í fyrsta skipti sem mynd af
nafngreindri íslenskri konu er á frímerki
hér á landi. KRFf hefur margsinnis látið
frá sér fara áskoranir um að íslenskar
konur skipi sinn sess í frímerkjaútgáfu á
fslandi, svo sem á öðrum sviðum þjóð-
lífsins, og i því sambandi sérstaklega bent
á Bríeti, sem brautryðjanda í réttinda-
málum íslenskra kvenna.
KRFÍ lét gera sérstök umslög og bréf-
spjöld með fyrstadagsstimpli og eru þau
til sölu á skrifstofu félagsins á Hallveig-
arstöðum og í versluninni Bristol í
Bankastræti 6 í Reykjavík. Upplag er
mjög takm'arkað.
BjE.
Opið bréf til
stjórnmálaflokka á íslandi
Kvenréttindafélag íslands vekur athygli landsmanna á
eftirfarandi:
a) Konur eru 3,7% af kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum
hér á landi.
b) Konur eru 5% af kjörnum fulltrúum á Alþingi.
c) I Vestur-Evrópu er hlutur íslenzkra kvenna í sveitar-
stjórnum og á þjóðþingum — að frátöldum grískum og
tyrkneskum — LAKASTUR.
d) Forystu á þeim vettvangi hefur N.oregur — á Stórþinginu
eru konur 23,9%.
e) Framtak íslenzkra kvenna 24. október 1975 — kvenna-
frídagurinn — vakti heimsathygli. Þann dag stóðu ís-
lenzkar konur saman. Samstaðan varpaði ljósi á misrœmið
milli atvinnuþátttöku þeirra og aðstöðu til ákvarðanatöku á vett-
vangi þjóðmála.
Kvenréttindafélag íslands telur það skyldu stjórnmála-
flokka á Islandi, að konur skipi framboðslista við kosningar til
Alþingis og sveitarstjórna til jafns við karla.
Reykjavík, 8. nóvember 1977,
Stjórn Kvenréttindafélags íslands.
Reykjavík, 17. janúar 1978.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Kven-
réttindafélags fslands hinn 16. janúar 1978:
„Stjórn Kvenréttindafélags fslands átelur harðlega þá
ákvörðun yfirnefndar í verðlagsmálum landbúnaðarins að
meta landbúnaðarstörf til mismunandi launa eftir því hvort
þau eru unnin af karli eða konu. Stjórnin telur að ákvörðun
þessi sé brot á 2. grein laga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og
karla.
Kvenréttindafélagið lýsir fullum stuðningi við framleið-
endafulltrúa í sexmannanefnd og skorar á þá að láta reyna á
réttmæti ákvörðunar yfirnefndar fyrir dómstólunum.“
F.h. stjórnar K.R.F.f.
Sólveig Ólafsdóttir