19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 63

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 63
Ólafsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Helga Möller, Katrín Smári og Solveig Pálmadóttir. Formaðurinn hefur tekið að sér að annast gjaldkera- og bókhaldsstörf fyrir sjóðinn. Skrifstofa sjóðsins er opin alla fimmtudaga kl. 15—17 á skrifstofu K.R.F.f. að Hallveigarstöðum. EME. Frímerki Hinn 8. mars s.l. komu út tvö frímerki í flokknum „Merkir íslendingar". Þessi merki eru að verðgildi kr. 50.— með mynd af Þorvaldi Thoroddsen jarðfræð- ingi, og kr. 60.— með mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda KRFf. Þetta er í fyrsta skipti sem mynd af nafngreindri íslenskri konu er á frímerki hér á landi. KRFf hefur margsinnis látið frá sér fara áskoranir um að íslenskar konur skipi sinn sess í frímerkjaútgáfu á fslandi, svo sem á öðrum sviðum þjóð- lífsins, og i því sambandi sérstaklega bent á Bríeti, sem brautryðjanda í réttinda- málum íslenskra kvenna. KRFÍ lét gera sérstök umslög og bréf- spjöld með fyrstadagsstimpli og eru þau til sölu á skrifstofu félagsins á Hallveig- arstöðum og í versluninni Bristol í Bankastræti 6 í Reykjavík. Upplag er mjög takm'arkað. BjE. Opið bréf til stjórnmálaflokka á íslandi Kvenréttindafélag íslands vekur athygli landsmanna á eftirfarandi: a) Konur eru 3,7% af kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum hér á landi. b) Konur eru 5% af kjörnum fulltrúum á Alþingi. c) I Vestur-Evrópu er hlutur íslenzkra kvenna í sveitar- stjórnum og á þjóðþingum — að frátöldum grískum og tyrkneskum — LAKASTUR. d) Forystu á þeim vettvangi hefur N.oregur — á Stórþinginu eru konur 23,9%. e) Framtak íslenzkra kvenna 24. október 1975 — kvenna- frídagurinn — vakti heimsathygli. Þann dag stóðu ís- lenzkar konur saman. Samstaðan varpaði ljósi á misrœmið milli atvinnuþátttöku þeirra og aðstöðu til ákvarðanatöku á vett- vangi þjóðmála. Kvenréttindafélag íslands telur það skyldu stjórnmála- flokka á Islandi, að konur skipi framboðslista við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna til jafns við karla. Reykjavík, 8. nóvember 1977, Stjórn Kvenréttindafélags íslands. Reykjavík, 17. janúar 1978. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Kven- réttindafélags fslands hinn 16. janúar 1978: „Stjórn Kvenréttindafélags fslands átelur harðlega þá ákvörðun yfirnefndar í verðlagsmálum landbúnaðarins að meta landbúnaðarstörf til mismunandi launa eftir því hvort þau eru unnin af karli eða konu. Stjórnin telur að ákvörðun þessi sé brot á 2. grein laga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla. Kvenréttindafélagið lýsir fullum stuðningi við framleið- endafulltrúa í sexmannanefnd og skorar á þá að láta reyna á réttmæti ákvörðunar yfirnefndar fyrir dómstólunum.“ F.h. stjórnar K.R.F.f. Sólveig Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.