19. júní - 19.06.1978, Qupperneq 65
3ÆKUR BÆKUR BÆKUR
göngu saga karla og viðfangsefna
þeirra. Konur koma helst við
hana þegar þær sækja inn í opin-
bera lífið, fara að heimta kosn-
ingarétt, kjörgengi og rétt til em-
bætta (og auk þess ef þær ala af
sér karlkyns stórmenni eða giftast
þeim). Ég er ekki að gera lítið úr
hlut Gisla Jónssonar þó að ég
bendi á að okkur vantar enn sögu
hefðbundinna kvennastarfa, um
verkaskiptingu kynjanna og
hlutdeild kvenna í atvinnulífi.
Hér má líka nefna sögu hjóna-
bands og fjölskyldu og tengsl
þessa við opinbera lífið. Sú saga
hlýtur að koma konum sérstak-
lega við af því að hjónaband og
fjölskylda voru iðulega nær einu
félagstengsl kvenna. Sumt af
þessu er nú verið að vinna og lík-
ur til að á næstu árum verði stór-
aukið framboð af rannsóknum á
þessum hlutum. Vonandi lætur
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
þessa bók verða upphaf að skriðu
bóka um kvennasögu.
Gunnar Karlsson.
Málfríðleikur
Málfríður Einarsdóttir:
Samastaður í tilverunni. Ljóðhús,
Reykjavík 1977. 298 bls.
Það er merkilegt að gefa út sína
fyrstu bók og vera 78 ára gömul.
Og maður mundi ekki búast við
því, að slíkt ritverk vottaði fram-
úrstefnu, en svo virðist samt vera.
Það birtist m.a. í því að þetta er
vitundarsaga fremur en við-
burðasaga. Þarna er ekki lýst ytri
æviatvikum með tímaröð og
dramatískri stígandi eins og til
dæmis í hinni annars ágætu ævi-
sögu Sigurðar frá Balaskarði.
Öllu heldur er þetta tilraun
manneskju tii að sætta sig við
óbærilega hvimleiða tilveru,
„gagnslausa hjallvist í dimmu“,
með því að bölva henni í sand og
ösku, ýta henni út í fáránlegt ljós
og endurskapa hana í orðum,
þannig að hún verði þolanleg.
Þessi vinnubrögð minna ekki all-
lítið á Samuel Beckett og þá fél-
aga.
Bækur þar sem konur lýsa á
ferskan hátt eigin skynjun „gegn-
um meðvitundarglufuna“ hafa
fáar verið skrifaðar hér á landi,
enda lítið eftir þeim spurt. Og
Málfríður lýsir ekki aðeins sjálfri
sér, heldur einnig formæðrum
sínum og aðbúnaði þeirra. Það
eru magnaðar myndir með sama
svartagallskraftinum. Hún lýsir
vondum húsakynnum, sjúkdóm-
um sem ekki síst hrjáðu börnin,
og nauðungargiftingum. Það er
furðulegt að lesa þetta og hugsa:
bara tvær kynslóðir síðan.
Mestur kostur bókarinnar er
þó sá, að hún er alveg drepfyndin.
Ég gríp niður í kafla um kvenna-
skólann. Þar er m.a. rætt um
baráttu stofnanda hans fyrir
bættu siðferði: „námsmeyjar sín-
ar lét hún klæðast peysufötum,
sem urðu að vera svört, voru
dæmd aflægi annars, kenndi
þeim og að gæta meydóms síns
svo sem sjáaldurs augna sinna,
hvað þær og gerðu. Ekki þótti
okkur að þessari nýbreytni sú au-
fúsa sem vert hefði verið . . . I
hundrað ár hefur enginn íslensk-
ur maður litið við á götu, né mun
nokkru sinni gera. Svo er
kvennaskólanum fyrir að þakka.“
Og þessi blanda af fyndni og
fjargveðri er geysileg skemmti-
lesning.
Inga Huld Hákonardóttir.
Oplægður akur
Draumur um veruleika.
Íslenskar sögur um og eftir konur. Helga
Kress valdi sögurnar og sá um útgáfuna.
Mál og menning 1977. 203 bls.
Ahugi á kvennabókmenntum
er ávöxtur kvennahreyfingar-
innar nýju, þótt hans gæti meira
víða erlendis en hér á landi. At-
hyglin beinist að því að kanna
kvenlega reynslu, sjá hvernig
konur skynja sjálfar sig og um-
hverfi sitt. Kvennabókmenntir
eru einn þáttur kvennasögu, en
við rannsókn hennar gegna
kvennasögusöfn mikilvægu hlut-
verki, og svo háskólarnir. í víð-
tækari merkingu eru kvennabók-
menntir öll ritverk kvenna, en í
þrengri merkingu eru það verk
kvenna um konur, kvenvitundin í
hnotskurn. Helga Kress velur
síðari leiðina í Draumi um veruleika.
Helga Kress hefur starfað sem
lektor í íslensku í Noregi um
nokkurra ára skeið, og hefur
skrifað greinar um bókmenntir
frá árinu 1974 út frá hugmynda-
fræði kvennahreyfingarinnar. Er
þess skemmst að minnast hvílíka
athygli erindi hennar vakti á
IASS-ráðstefnu um bókmenntir,
þar sem hún fjallaði um kynja-
hlutverk í verkum fjögurra ís-
lenskra nútímahöfunda.
Mikill fengur er að þessu safni.
Þar er að finna 23 sögur eftir
jafnmarga höfunda. Hér er um
sýnishorn að ræða og spanna verk-
in yfir nærfellt heila öld, frá
1880—1977. Sögunum fylgir
rækilegur formáli, 25 bls. að
lengd, sem nefnist Um konur og
bókmenntir og gefur hann verkinu
sérstakt gildi. Um markmið
safnsins segir Helga í formála:
„Því er ætlað að vekja athygli á
63