19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 15

19. júní - 19.06.1980, Side 15
1. Hvers vegna og hvernig hófst þú afskipti af stjórnmálum? 2. Hefur það orðið til að torvelda eða greiða fyrir þátttöku þinni að þú ert kona? 3. Hvaða málaflokkum hefur þú helst unnið að? 4. Heldur þú að kynferði þitt hafi haft áhrif á val þeirra málaflokka sem þú hefur unnið að, eða þér verið faldir? 5. Hafa orðið viðhorfsbreytingar til stjórnmálaþátttöku kvenna frá því þú hófst afskipti af stjórnmálum? 6. Á hvern hátt væri hægt að auka stjórnmálaþátttöku kvenna? BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR: Kvennabarátta er stéttarbarátta 1. -t Bein afskipti mín af stjórn- ntálum hófust 1968. Víetnam- stríðið var í algleymingi, til þess varð að taka afstöðu. Til að taka afstöðu varð ég að afla mér upp- lýsinga og þekkingar. Niðurstaðan — andstaða gegn heimsvalda- stefnunni og útrýmingarherferð Bandarikjastjórnar í SA-Asíu — hlaut að leiða til athafna. Árið 1968 bar með sér fleira; maí htaði Frakkland rautt og reyndar ^lfuna alla; atvinnuleysi var geig- vaenlegt hér á landi og landflótti var hafinn. Ég tók afstöðu með verkalýðshreyfingunni gegn at- vinnurekendum og rikisvaldi, að sjálfsögðu hef ég reynt að starfa í samræmi við það. 2. — Kynferði mitt hefur engu skipt fyrir þátttöku mina í póli- tískri baráttu. 3. — Öllum, sem ég hef haft tök á að sinna og varða baráttu verka- fólks fyrir eigin hagsmunamálum, hvort heldur hér á landi eða annarstaðar. Þaraf leiðandi finnst mér jafn mikilvægt að berjast gegn Nató og hernum og fyrir þvi að verkafólk hafi möguleika til að sinna öðrum athöfnum en launa- vinnu. Það er jafn mikilvægt að berjast fyrir því að allir hafi þak yfir höfuðið án þess að leggja líf sitt í rúst fyrir þakið, og að styðja bar- áttu farandverkafólks. Byltingin í Nicaragua skiptir mig miklu máli sem og baráttan gegn bónuskerf- inu. 4. — Nei, innan Fylkingatinnar hefur mest starf mitt farið í Neista, málgagn Fylkingarinnar, og hef ég verið ritstjóri Neista um nokkurra ára skeið. 5. — Kvenfrelsisbaráttu hefur vaxið fiskur um hrygg þótt langur vegur sé i jafnrétti kynjanna. Um- ræðan hefur vakið marga til vit- undar þótt enn sem fyrr séu plúsar og mínusar dregnir af kynferði fremur en pólitískri afstöðu. 6. — Hún hlýtur að haldast í hendur við stöðu jafnréttisbarátt- unnar hverju sinni. Þjóðfélags- skipulagið, sem við búum við i dag byggir m.a. á kjarnafjölskyldunni, sem felur i sér undirokun kvenna. Umsjón: Karitas Kvaran og Guðrún Egilson Barátta fyrir betra þjóðfélagi verður ekki sigursæl án þátttöku kvenna — en konur munu ekki heldur ná rétti sínum innan ramma núverandi skipulags. Kvenfrelsisbaráttan tengist stétt- arbaráttu verkalýðs órjúfandi böndum. Með framvexti og sam- vexti þeirra eykst stjórnmálaþátt- taka kvenna, jafnhliða félagslegu, menningarlegu, efnahagslegu og kynferðislegu jafnrétti. GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR: Samræmd f j ölskyldupólitík nauðsynleg 1. — Árið 1970 var ég óflokks- bundin, 25 ára gömul, og hafði engin afskipti haft af stjórnmálum. 13

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.