19. júní - 19.06.1980, Side 49
frelsið
konur
— rætt við Þórhildi
^orleifsdóttur leikstjóra
og Tinnu
^unnlaugsdóttur leikara
um Smalastúlkuna
og útlagana
Á 30 ára afmæli Þjóðleikhússins
nýlega var frumsýnt leikritið
Smalastúlkan og útlagarnir eftir Sig-
urð Guðmundsson málara og Þor-
geir Þorgeirsson. Þorgeir hefur
breytt efnisskipan og stytt verkið,
en um verulegar efnisbreytingar
frá hinu upphaflega leikriti Sig-
urðar er ekki að ræða.
Sigurður málari var frumkvöð-
ull í menningarmálum og er getið
við fjölmargt, sem horfði til fram-
fara i þeim efnum í Reykjavik á
árunum 1858—1874, en einkum
vann hann ósleitilega að leiklistar-
málum og gerði jafnvel tillögur um
j,nationala scenu“ í Reykjavík. Á
þeim árum starfaði í bænum svo-
uefnt Kvöldfélag, en það var félag
menntamanna, karla að sjálfsögðu,
sem fjölluðu urn ýmis framfaramál
á fundunt sínum, m. a. um kven-
frelsi og jafnrétti kynjanna, og tók
Sigurður mikinn þátt í umræðum
um þau mál á félagsfundunt.
Athygli hefur vakið, hvernig
Sigurður fjallar um konur í leikrit-
inu. Ein höfuðpersóna verksins er
kona og konur koma ekki síst boð-
skap þess á framfæri. Leikurinn er
látinn gerast um siðskipti og er
ádeila á ofurvald og siðspillingu
kaþólsku kirkjunnar og kúgun
auðs og valds almennt um leið og
hann er lofgjörð um ástina, frelsið
og einfalt, óspillt líf.
Helga smalastúlka er tákn
hreinleikans og hinnar „saklausu
ástar“, en þau Grímur, útlaginn
ungi, fella hugi saman. Móðir
hans, Sigríður, sem hafði á sínum
tíma neitað að lúta vilja foreldra
sinna, er vildu gifta hana til fjár,
var neydd í klaustur að undirlagi
Steinvarar, móður sinnar. Hún
flúði þá til fjalla með ástvini sínum
og lést þar vegna harðréttis. Þessar
konur, Sigríður og Helga, eru full-
trúar frelsis og óspilltrar ástar, en
Steinvör og príorissan eru grimmar
og spilltar.
Til að spjalla örlítið um þessar
áhugaverðu kvenlýsingar náði 19.
júní tali af þeim Þórhildi Þorleifs-
dóttur, sem setti leikritið á svið, og
Tinnu Gunnlaugsdóttur, en hún
fer með hlutverk Helgu.
Tveggja kvenna tal um Smalastúlkuna og útlagana
47