19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 10
byrja þarna og þar reynir ekki síst á okkur sem mæður og fordæmi feðranna. Soffía: Maður má ekki vanmeta góð og holl áhrif sem koma frá heimilunum, en við megum ekki rugla saman einkavanda og sam- félagsvanda. Uppeldi nýrrar kyn- slóðar og aðhlynning á börnum hefur verið gert að einkavanda fólks, þó þetta sé í hæsta máta samfélagslegur vandi. Við erum svona milli vita með þetta. Þjóðfélagið hefur breyst svo geysi- lega að okkar heimilisfyrirkomulag er orðið á eftir. Ema: Við höfum hér rætt um uppeldið og einkalífið sem hamlar því að konur taki almennt virkari þátt, en hvað með þá viðmiðun sem t. d. karlmenn hafa, þar sem þeir hafa alla þessa aðra karlmenn í öllum þessum hlutverkum þjóðfé- lagsins stöðugt fyrir augunum, bæði í stjórnmálum, stöðum, stjórnum stéttarfélaga o. s. frv., en konurnar hafa ekki þessa viðmiðun? Rannveig: Þær eru ein og ein, nánast eins og undantekningar. Að öðru leyti er munstur þeirra á heimilunum, á sjúkrahúsum og fóstrustörfunum, i kennslu á fyrstu skólastigum. Síðan fækkar þeim þegar ofar dregur í skólakerfinu. Erna: Hvatningin hlýtur þvi að þurfa að koma fram á fleiri stigum en bara á heimilinu og í uppeldinu. Hún þarf að vera miklu víðar. Soffía: En það er þannig sem eitthvað nýtt byrjar, með einni og einni. Það þarf einhvern til þess að ryðja brautina. Dagbjört: Fordæmið vegur kannski þyngst. Soffía: Þær sem fara inn á nýjar brautir eru að breyta myndinni og það hefur þýðingu í sjálfu sér. Það þurfa menn að viðurkenna. Dagbjört: Hefur þetta ekki tekið alltof langan tíma hjá okkur og jafnvel miðað aftur á bak núna síðustu ár? Soffía: En það er svo stuttur tími síðan eitthvað fór í raun og veru að gerast. 8 Rannveig: Við megum ekki gleyma að fyrir karlmenn er eðli- legt að taka þátt í félagsmálum, pólitík, alls kyns störfum, koma fram og tala, standa fyrir máli sínu, taka afstöðu. Það liggur við að segja megi að fyrir konur sé það jafn eðlilegt að taka ekki þátt. Dagbjört: Það er allt sem hvetur karlana en mun síður konurnar. Erna: Baráttan fyrir jafnrétti hefur nú staðið yfir i áratugi og með nokkrum þrótti undanfarin 10 ár. Areiðanlega hefur margt áunn- ist í jafnréttisátt, en ég er jafn viss um að það er þörf á nýjum vinnu- brögðum nú til þess að ná þessu markmiði. Dagbjört: Eg fæ ekki séð hvernig konur eiga að ná árangri ein og ein. Við verðum að hafa öflug samtök kvenna á öllum mögulegum vett- vangi. Soffía: Það er alveg rétt. Við þurfum það sem við getum kallað þverpólitísk kvennasamtök í einni mynd eða annarri. Dagbjört: Karlmennirnir hafa þessa samstöðu alls staðar. Hún er í Rotary, í Lions, hjá Frímúrurum og hvað þeir heita allir þessir klúbbar, jafnvel á vinnustöðum. Soffía: Þeir hafa þessa samstöðu, og hennar gætir alls staðar þar sem eitthvað skerst í odda. Ema: Um hvað snýst þessi sam- staða þeirra? Soffía: Um völd og að halda sinni stöðu. Rannveig: Það er viss varúð að hleypa konunum áfram. Dagbjört: En þetta viðurkenna þeir aldrei. Soffía: En konurnar verða að gera sér grein fyrir að þær eiga í höggi við þetta og þær verða að standa sig í þeirri baráttu. Rannveig: Við eigum margar hæfar konur sem eru tilbúnar að taka á sig ábyrgð, en hitt er alltof algengt að þær vilji, og hafi margt til brunns að bera, en þori ekki. Þetta vanmat kvenna á sjálfum sér og eigin skoðunum er það sem heldur þeim mest í skefjum. Það er þarna sem við þurfum að vinna, að virkja þessar konur á ýmsum vett- vangi, í okkar pólitísku félögum og víðar og fá þær til að koma fram með skoðanir sínar, segja það sem þeim býr i brjósti, taka afstöðu. Ef við ætlum að fá konur til áhrifa í þjóðfélaginu, þá þarf að byrja þarna. Soffía: Rétt er það að þetta eru hlutir sem vissulega þarf að huga að og margar konur vilja ekki taka á sig störf sem ábyrgð fylgir. En mér finnst athyglisvert hvernig þeim reiðir af sem eru tilbúnar og hæfar, auðvitað minni hluti kvenna, t. d. innan stjórnmála- flokkanna. Það er eins og þær séu stoppaðar af í mörgum tilvikum. Það er þessi tilhneiging hjá karl- mönnum, eins og kom fram áðan, að skammta konum verkefni og ráða því hvað þær gera. Rannveig: Er kannski lausnin sú að vera með opin prófkjör? Það hefur talsvert borið á því að konur hafa lent ofar á listum þegar próf- kjör hafa verið viðhöfð, þ. e. þegar fólkið almennt velur frekar en valið sé eingöngu innan flokkanna. Soffía: En við höfum nú séð þær falla eins og flugur einmitt í próf- kjörum. Dagbjört: Við getum væntanlega ekki kennt körlunum um í því til- felli. Soffía: Jú, á sama hátt. Því það er „flokksapparatið“ sem er þar að verki. Þetta er vandmeðfarinn hlutur og ég verð að segja að út frá mörgum sjónarmiðum finnst mér prófkjör ekki traustvekjandi. Karl- arnir hafa alltaf forskot þegar þannig er unnið, sem endranær. Rannveig: Ennj^á að vísu, en reynslan af prófkjörum er ekki löng. Erna: Eg er þeirrar skoðunar að opin prófkjör séu besta leiðin fyrir konur, en helsta breytingin til batnaðarsem prófkjörin hafa haft i för með sér, að minu mati, er að konurnar hafa nú meira en áður gefið kost á sér. Þær hafa komið Framh. á bls. 64. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.