19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 50

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 50
Þær Þórhildur og Tinna sögðu, að þáttur kvenna í leiknum væri óvenjustór, en lögðu áherslu á, að verkið snerist ekki fyrst og fremst um félagslegan vanda kvenna, heldur fjallaði almennt um kúgun smælingja, uppreisn þeirra gegn valdastofnunum og frelsi einstakl- ingsins í víðasta skilningi. Tinna benti á, að athyglin, sem verkið beindi að konum, ætti rætur að rekja til þess, að Sigurður hefði haft ríka samúð með smælingjum og meðal þeirra væru konur verst settar. Hvað varðaði lýsingar príoriss- unnar og Steinvarar væri á hinn bóginn um að ræða konur, sem komist hefðu til auðs og valda og beittu sér í krafti þess. „Verkið sýnir, að auður og völd geta spillt konum engu síður en körlum,“ sagði Þórhildur. En hvað um grimmd Steinvarar gagnvart dóttur sinni? Þórhildur taldi vísast, að hún væri merki um bælda óánægju móður, sem hefði gifst til auðs og byggi í ástlausri sambúö. Hún hefði beygt sig undir ok auðs og valds, en alþekkt væri, að hinn kúgaði vildi kúga aðra, fengi hann aðstöðu til þess. Lýsir þá verkið hvergi stöðu kvenna og vandamálum sérstak- lega? Þessu svaraði Þórhildur: ,Jú, grimmileg örlög Sigríðar eru fyrst og fremst vandi konu, enda segir hún sjálf í leiknum, að konur séu verr settar en hundtíkur. Þegar stofnað var til hjónabanda af for- eldrum í hagsmunaskyni, eins og algengt var í eina tíð, kom það jafnan harðar niður á dætrum en sonum.“ En á lýsingin á ömurlegum örlögum Sigríðar erindi til áhorf- enda á okkar tíð Þær Tinna og Þórhildur voru á einu máli um það. Tinna benti á hlutskipti kvenna í Indlandi til samanburðar og Þórhildur taldi, að hjónabandið væri þrátt fyrir breytingar á þjóðfélagsskipan enn sem fyrr efnahagsleg kjölfesta fyrir konur. Á einum stað í leikritinu segir Sigríður: „Ég er viss um að annað eða þriðja hvert stúlkubarn væri borið út, ef lögin ekki bönnuðu slíkt.“ Hvernig ber að skilja þessi orð? Þessu svaraði Tinna: „Stúlku- börn töldust áreiðanlega ekki eins æskileg og sveinbörn og það á við enn í dag. Metnaður foreldra er að eignast son, enda binda þeir miklu meiri vonir við syni en dætur.“ Þórhildur bætti við, að hægt væri að fá skorið úr um kyn fósturs með legvatnskönnun, og að fóstrum væri frekar eytt, ef könnunin sýndi að þau væru kvenkyns, að því er erlendar rannsóknir bentu til. Má ekki segja, að afstaða Sig- urðar til griðkonunnar Möngu ké tvíbent? Hann hefur samúð með Framh. á bls. 70.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.