19. júní - 19.06.1980, Side 8
konur eigi að koma inn í stjórnmál
m. a. til þess að koma með ný
viðhorf og það er að segja viðhorf
sem áður hefur ekki gætt. Því ef við
ekki komum með þessi mál verður
haldið áfram að sitja á ýmsum úr-
lausnarefnum af þessu tagi. Ég er
ekki að segja að við Iyftum neinum
Grettistökum en ef við ekki beitum
okkur, hver gerir það? Þá er það
bara eins og karlmaður komi í
viðbót ef konurnar gera þetta ekki
heldur.
Erna: Er þetta ekki spurning um
það hversu langt er gengið að þessu
leyti?
Rannveig: Segjum að maður
kannski kæmi, við skulum segja ein
kona inn í hópinn, að í stað þess að
segja: „Hér kem ég og hérna ætla
ég að fá þessu áorkað,“ — heldur
svona hægt og sígandi að fá þau
mál í gegn sem okkur öllum finnst
varða svo miklu. Til þess að það
verði hlustað virkilega á mann
verði maður sjálfur að vera búinn
að fá vissa viðurkenningu.
Dagbjört: Sem sagt bakdyra-
megin?
Rannveig: Ég veit ekki hvort
þetta er bakdyramegin. Mér sýnist
bara að þetta þurfi í dag því við
verðum að gera okkur grein fyrir
þvi að þessi mál sem okkur eru
hugstæð, það er búið að hreyfa
þeim öllum. Það eru afar fá mál í
dag sem hægt er-að taka upp sem
ný. Flest eru einhvers staðar í
gangi. Það er á okkur að treysta að
þau fái meiri hljómgrunn og að
meira sé unnið að þeim.
Erna: Er þetta ekki líka spurning
um að konurnar séu nógu margar?
Mér finnst að ein og ein kona í
svona nefndum eigi nú ansi erfitt
uppdráttar með ákveðin mál sem
hún vill berjast fyrir og kannski fær
litlar undirtektir með. Við vorum
að ræða ólíka reynslu, uppeldi,
áhugasvið kvenna og karla. Afleið-
ing þessa er m. a. þessi árátta að
fólk skiptist í nefndir og mála-
flokka eftir kynjum. Eiga karl-
menn ekki börn, verða veikir og
gamlir? Búa konur ekki í húsum,
6
aka í bil eða strætó — fara með fé?
Þarf ekki að fara að hrista upp í
þessu?
Rannveig: Soffía situr í Félags-
málaráði Akureyrar — þar eru
eingöngu konur. Ég sit í Félags-
málaráði Kópavogs og er nú eina
konan og okkur finnst þetta báðurn
jafn rangt.
Soffía: Það er einmitt þetta sem
ég er að segja um skipan fé-
lagsmálaráða, að t. d. þar sem ég er
nú á Akureyri þar eru eintómar
konur. Ég dreg ekki úr þeirra
hæfni, en þetta endurspeglar við-
horf karlmannanna í stjórnmála-
flokkunum gagnvart þessum
málaflokki. Þeim finnst hann ekki
mikilvægur. Ef þeim fyndist það
færu þeir í þessar nefndir sjálfir.
Rannveig: Hvað eru margar
konur í hafnarnefnd?
Soffía: Þar er engin, — engin í
byggingarnefnd og engin í skipu-
lagsnefnd. Ég er að vísu varamaður
í skipulagsnefnd. En í Kópavogin-
um?
Rannveig: Það er eins og ég sagði
meiri hlutinn karlmenn í félags-
málaráði sem gæti kannski þýtt að
þeir í Kópavogi væru búnir að sjá
mikilvægi þeirrar nefndar. En það
er engin kona í skipulagsnefnd og
byggingarnefnd.
Dagbjört: Mér hefur líka virst að
konur líti ekki ennþá á það sem
eftirsóknarvert að fara í þessar
týpisku ,,karlanefndir“ eins og
skipulagsnefnd og byggingar-
nefnd, eins og þessi mál séu eitt-
hvað sem þær hafi ekki með að
gera. Það finnst mér alrangt, við
þurfum að koma því á framfæri
hér og reyna að uppræta þetta
hugarfar. Þær eiga heima alls
staðar. Þarna kemur líka að þessu
af hverju konur eru ekki í þessum
nefndum eins og ég reyndar
minntist á áðan. Eg veit það að
minnsta kosti í því bæjarfélagi sem
ég er í, þá reynum við þegar við
veljum i nefndir, að finna fólk sem
er á einhvern hátt inn í viðkom-
andi málefnum og því miður
vantar svo oft konur sem hafa
þekkingu á ýmsum sviðum svo sem
mörgum tæknisviðum. Þær eru
inni í félagsmálum, þær eru taldar
vita allt um barnaverndarmál o. s.
frv. Það er nefnilega viðtekin venja
þegar verið er að velja í nefnd að
velja fólk sem hefur einhverja
þekkingu á hlutunum.
Erna: Hvað með samskipti
kynjanna þegar komið er út í
starfið í pólitíkinni? Það er oft sagt
að stjórnmál séu ,,kammertónlist“
fremur en „einleikstónleikar“. Með
tilliti til ólíkra aðstæðna, uppeldis
o. fl. þarf ekki að fara varlega í of
einhliða áherslu á kvennamálin
svokölluðu? Gæti slíkt ekki leitt til
þess að við hreinlega yfirgöngum
samstarfsaðilana í hita baráttunn-
ar? Maður hefur orðið var við visst
sambandsleysi milli kynjanna og
satt að segja hugleitt hvort segja
megi að konur og karlmenn tali sitt
hvort tungumálið.
Soffía: Eg held við þurfum að
gæta þess að láta karlmennina
ekkert komast upp með að
ákveða fyrir okkur hvernig við
eigum yfirleitt að taka okkur út.
Við eigum að koma fram með
það sem við teljum vera nokkurs
virði og við höfum fram að færa og
fylgja því eftir á þann máta sem við
teljum vænlegan til árangurs, en
láta ekkert ákveða þetta fyrir okk-
ur. Eg er ekkert viss um að það sé
neitt eftirsóknarvert að við förum
að tileinka okkur einhvern sérstak-
an máta sem karlmannaþjóðfélag-
ið hefur getið af sér, eða mótað í
sinni mynd. Við eigum að koma
sjálfar eins og við erum, en
vitaskuld tileinka okkur alla nauð-
synlega þekkingu og góð og vönd-
uð vinnubrögð í hverju máli sem
við tökum að okkur.
Rannveig: Við megum ekki
gleyma því að karlmennirnir eru
vanir því í gegnurn tiðina að skipta
við aðra karlmenn. Þeir kunna
hver á annan og Jaeir skilja hvern
annan. Eg held ekki að við tölum
annað tungumál, heldur að þeir
halda að við gerum það.
Dagbjört: Það er náttúrlega auð-