19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 40
Ásthildur Hilmarsdóttir rafgreinir hjá ÍSAL: Fyrst var mér hlíft — nú er allt komið í eðlilegt horf ,,Það var í fyrrasumar. Ég var á leið í kaffi og nokkrir utanaðkom- andi menn sátu fyrir utan kerskál- ann. Ég sá, að þeir fóru að pískra sín á milli, þegar ég gekk hjá og að þeir litu út undan sér á mig. Síðar um daginn mætti ég einum þeirra inni í kerskálanum; hann gekk til mín og sagði: „Hvað heitir þú vinur?“ Ég sagði honum, að ég héti Ásthildur. Varð hann hálfundar- legur á svipinn og ég get nokkurn veginn ímyndað mér, hvers konar umtal vesalings kvenlegi pilturinn, sem þeir héldu mig vera, hefur fengið þá fyrr um daginn.“ Sú, sem þessa sögu segir, ber nafnið Ásthildur og er Hilmars- dóttir. Hún starfar sem rafgreinir hjá íslenzka álfélaginu í Straums- vík. Starf sitt ynnir hún af hendi í kerskála númer eitt og felur það í sér að dreifa súráli og brjóta ker, svokölluð þjónustuvinna í kerskál- unum. „Blessuð vertu, það var bara hlegið að mér fyrst, þegar ég sótti um starfið og ekki hlustað á mig, fyrr en ég fékk trúnaðarmanninn á staðnum til að koma með mér. Loks fékk ég starfið, en þó aðeins í sumarafleysingum fyrst, en síðar í föstu starfi. Ég er nú búin að vera í þessu í tvö ár og likar bara vel.“ — Hvaða forsendur voru gefnar, þegar þeir vildu þig ekki í starfið? Þeim fannst þetta víst ekki passa fyrir kvenmann, en svo var reyndar einnig vandamál, sem kom upp í sambandi við baðaðstöðu. Vinnu- staðurinn er hannaður með það í huga, að við þetta starfi aðeins karlmenn. Þetta vandamál leystist með því að einn yfirmannanna lánaði mér baðaðstöðu sína. — Hvernig var þér tekið af vinnufélögunum? Þeir tóku mér afskaplega vel, — og þetta eru mjög elskulegir menn. Það var aðeins fyrst sem mér fannst þeir reyna að hlifa mér, en þetta komst fljótlega í eðlilegt horf og mér er alfarið tekið sem jafningja í dag. Ásthildur sagði, að sér fyndist mun betra að starfa með karl- mönnum en kvenfólki — það væri allt annar mórall. Starfsfélagarnir væru reyndar „andskotanum for- vitnari“ eins og hún orðaði það, en: „maður þarf ekki að hafa það á tilfinningunni, að maður sé bak- nagaður um leið og snúið er baki i vinnufélagana.“ — En hvað segir fólk úti bæ? Það halda flestir, sem komið hafa í kerskálana, að ég sé að ljúga, þegar ég segi þeim það. — Annars nenni ég ekki að útskýra þetta lengur, ég segi aðeins, að ég vinni hjá ÍSAL, fólk má halda að ég vinni á skrifstofunni — það er þeirra mál. Við spurðum Ásthildi í lokin, hvort hún hygðist halda áfram í starfi þessu eða hvort hún hefði á prjónunum aðrar áætlanir? Það má nú segja, að þetta starf sé ekki það hollasta, sem hægt er að velja — og á það jafnt við um karlmenn og kvenmenn. Hér er allt fullt af ryki og drullu. Ég hef nú ekki hugsað mér að hætta, þó svo sé, en er ákveðin í að reyna að fá pláss á skipi í sumarfríinu til að fá tilbreytni og ómælt hreint loft. — Já, ég skelli mér á sjóinn, ef ég fæ pláss, sagði hún hressilega í lokin. F. P. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.