19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 31
karlmenn voru meöumsækjendur hennar. Hún hafði þá í fjölda ára unnið hliðstæð störf við hliðstæða stofnun, en enginn karlanna, sem sóttu um starfið, höfðu nokkra þekkingu á þeim störfum, sem þar fóru fram. Þótti tveimur þáverandi samstarfsmönnum hennar stór- merkilegt að hún fengi starfið, þar sem karlmenn voru meðal um- sækjenda. „Og það á þínum aldri“ bætti annar þeirra við. Hún kvaðst taka laun samkvæmt 17. launa- flokki B.S.R.B. Það hefði hins veg- ar verið merkilegt, að um það bil er hún tók við starfinu, og það af karlmanni, hefði starfið verið endurmetið og það lækkað úr skrifstofustjóraflokki IV í III flokk. Hún kvaðst taka laun samkvæmt 17. launaflokki B.S.R.B. Það hefði hins vegar verið merkilegt, að um það bil er hún tók við starfinu, og það af karlmanni, hcfði starfið verið endurmetið og það lækkað úr skrifstofustjóraflokki IV í III flokk. Annað starfsfólk í stofnuninni skiptist í hið hefðbundna mynstur. Karlmenn væru mikið í 11. launa- flokki en konur í 10., 8., og 7. launaflokki. Hún kvaðst hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá launin í lægstu flokkunum hækk- uð, en án árangurs. Á vinnustaðn- um eru 7 menn undirmenn skrif- stofustjórans, þar af tveir karl- menn, en hún taldi ekki, að afstaða sín til þeirra færi eftir kynferði þeirra. Snyrting ekki fyrir karlmenn Starfsfólk í fiskvinnslu í Eyjafirði Karlmaður: „Eg hef aldrei unnið viö borð. Við karlmenn erum ekki beðnir um það — og við mundum aldrei biðja um að fá að vinna við snyrtingu“. Kvenmaður: „Karlmönnum finnst það vera fyrir neðan sína virðingu að skera og snyrta fisk. — þeim finnst það einhvern veginn vera allt önnur vinna en að vinna salt- fisk eða skreið. Ekki það, að launin eru þau sömu — þeim finnst það bara ekki sæma karlmönnum að snyrta“. Karlmaður: „Nei, það er engin kona verkstjóri í frystihúsinu, en við er- um fjórir verkstjórar hér í salnum. Það er hins vegar kona aðstoðar- verkstjóri eða hefur verið í saltfisk- verkuninni. Af hverju alltaf konur við snyrtingu á fiski? Það hefur skapast hefð í þessu. Eg veit ekki hvort kvenfólkið er fljótara við vinnuna. Karlmenn hafa frekar stundað aðstoðarstörf í kringum þetta, til dæmis við að bera þunga hluti. Þó er sjálfsagt, þykir mér, að hafa karlmenn í snyrtingu — Ég hef séð gamla karla grípa í þetta, en reyndar ekki unga karlmenn. Kvenfólkið fer hærra en við karl- mennirnir í launum“. Konur láta bjóða sér lægri laun Deildarstjóri hjá opinberri stofnun (kvk) Hún er yfirmaður tuttugu manna á vinnustað og sagði, að þegar hún byrjaði hjá þessu fyrir- tæki hefðu eingöngu konur starfað í deild þeirri er hún veitir forstöðu. Tveir karlmenn hefðu síðan hafið þar störf. Hún kvaðst hafa góða reynslu, hvað jafnréttismálin áhrærir á sínum vinnustað. Hún væri eina konan þar sem gegndi deildarstjórastöðu. Starfslega séð væi'u sömu kröfur gerðar til allra deildarstjóranna, en hún kvaðst verða að viöurkenna að yfirmaður stofnunarinnar hefði tilhneigingu til að sýna henni „séntilmann- heit“. En hún lagði áherslu á, að nákvæmlega sömu kröfur væru gerðar til hennar og karlmann- anna og þessi „séntilmannheit“ forstjórans birtust eingöngu varð- andi smáatriði og hún taldi, að uppeldi og viðhorf hans réðu framkomu hans. Þetta taldi hún hins vegar að myndi breytast um leið og konum fjölgaði i æðri stöð- um hjá fyrirtækjum. Vinnumarkaðurinn og afstaða fólks hefði breyst mjög mikið frá því hún hóf störf utan heimilis fyrir um 20 árum. Hún hefði hafið störf hjá fyrirtæki þar sem ákaflega skörp skil voru á milli „kvenna- og karlastarfa“. Hún hefði siðar orðið deildarstjóri hjá þeirri stofnun og þá hefði hún stjórnað störfum nokkurra karlmanna, sem undu því misjafnlega. Þannig hefði orðið að segja einum þeirra upp, vegna þess að hann gat einfaldlega ekki sætt sig við að kona væri yfirmað- ur. Á þeim tíma hefði það tíðkast í stofnuninni, að karlmenn hefðu fasta yfirvinnu tvo tíma á dag en konur einn tíma, en þessu hefði tekist að breyta. Ennfremur að kvenfólkinu hefði þarna verið greitt samkvæmt launatöxtum, en karlmenn verið 30-40% yfirborg- aðir. Hún kvaðst hafa öruggar heimildir fyrir því að eitt sinn hefði verið gengið fram hjá sér við stöðuhækkun og hefði ástæðan einfaldlega verið sú, að hún væri á barneignaraldri og þéss gæti vart verið langt að bíða að hún þyrfti að taka sér fæðingarorlof. Hún kvaðst spá því, miðað við óbreytt atvinnuástand, að konum myndi fjölga í stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera, þ.e. ekki í æðstu stjórn en sem deildarstjórar og þess háttar. Hún ætti hins vegar ekki von á sömu þróun hjá einkafyrir- tækjum og ástæðan væri einfald- lega sú, að konur létu bjóða sér lægri laun. Sambærileg störf hjá hinu opinbera væru lægra launuð en hjá einkaaðilum og konur yrðu undir i samkeppninni um þau störf og ættu því greiðari aðgang að störfum hjá ríkinu. Konurnar 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.