19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 41
Engir fordómar gagn-
vart starfsvalinu ...
— rætt við nema í hjúkrunarfræðum
Berglind
ÁsgeirsdóUir.
Jón Karlsson, þriðja árs nemi í
Hjúkrunarskóla Islands er einn
fjögurra karlmanna, sem nú
stunda nám við skólann. Hjúkr-
unarfræðingastéttin er ennþá
mestmegnis skipuð kvenmönnum,
en Jón verður væntanlega tólfti
karlmaðurinn sem útskrifast sem
hjúkrunarfræðingur frá H. S. í.
Er 19. júní hafði fengið Jón til
að samþykkja smáviðtal, var fyrsta
spurningin eðlilega sú, hvenær
hann hafði fengið áhuga fyrir þvi
að læra hjúkrun. Hann svaraði því
til, að slíkt hefði aldrei hvarflað að
sér fyrr en eftir að hann hóf störf
við Kleppsspítalann. Þar starfaði
Jón í tæpt ár. Hann hafði lokið
stúdentsprófi og var því inntur
eftir því, hvers vegna H. S. í. hefði
íremur orðið fyrir valinu en lijúkr-
unarfræðinámsbrautin við Há-
skóla Lslands. Jón kvaðst hafa verið
kunnugri náminu við H. S. 1., þar
sem hann hefði kynnst ýmsum úr
skólanum er störfuðu á Klepps-
spítalanum, auk þess sem hentugra
hefði verið fyrir sig að hefja nám
unt áramót, en slíkt var ekki
mögulegt við Háskólann.
Jón sagðist lítið sem ekkert hafa
orðið var við fordóma gagnvart því
að karlmenn fengjust við lijúkrun-
arstörf. Slíkt viðhorf væri alls ekki
til innan H. S. í. og ættingjar og
vinir hans hefðu ekki látið neitt
slíkt i ljós er hann lét uppi fyrir-
ætlanir sínar. Sjúklingar virtust
yfirleitt ekki láta sig neinu skipta
hvort hjúkrunarfræðingurinn væri
karlmaður eða kvenmaður. Hann
þekkti að vísu nokkur dæmi þess að
sjúklingar hefðu óskað eftir unt-
önnun hjúkrunarfræðings af sama
kyni og það sjálft. Slíkt ætti sér
einkum stað jjegar sjúklingurinn
ætti við sjúkdóma að stríða sem
væru jDeim viðkvæmt mál, eins og
til dæmis sjúkdómar i eða tengd-
um kynfærum. Slíkt jafnaði sig joví
upp. Aðspurður kvaðst hann hafa
heyrt einstaka menn segja, að kon-
ur væru betur fallnar til hjúkrun-
arstarfa heldur en karlmenn, j:>ar
sem j)ær væru nærfærnari. Hann
kvaðst ekki geta fallist á þetta.
Störf hjúkrunarfræðinga væru svo
margháttuð og reyndu á svo marga
jnætti í fari einstaklingsins að hann
teldi þessa kenningu alls ekki
standast.
Eins og áður var getið hefur
karlmönnum fjölgað mjög hægt
innan hjúkrunarfræðingastéttar-
innar og var Jón inntur eftir jtví
hvaða skýringar hann hefði á
j^essu. Hann kvaðst einkum álíta
að ástæðurnar væru tvenns konar.
í fyrsta lagi teldu margir að hjúkr-
un væri kvennastarf. I öðru lagi
væru launin fremur lág, miðað við
aðra launþega með svipað nám að
baki. Sjálfur hefði hann töluvert
velt fyrir sér hver væri skýringin á
jjví, hvað Jiessi stétt væri lágt
launuð og hallaðist einna helst að
joví, að sú staðreynd að stór hluti
hjúkrunarfræðinga væri aðeins í
hlutastarfi réði þar mestu. Launin
skiptu jjessa hjúkrunarfræðinga oft
ekki miklu máli þar sem önnur
fyrirvinna væri á heimilinu. Þetta
hefði síðan þær afleiðingar að
kjarabarátta hjúkrunarfræðinga
væri ekki nægilega mikil. Er Jóni
var bent á þá kenningu, sem ýmsir
halda fram, að launahækkanir
næðust fremur í svokölluðum
hefðbundnum „kvennastörfum“,
þegar karlmönnum fjölgaði stétt-
inni, kvaðst hann hafa heyrt þessu
haldið fram. Tíminn yrði hins
vegar að leiða það í ljós, hvort slíkt
ætti sér stað í hjúkrunarfræðinga-
stéttinni.
Hann benti á það, að hér á landi
Framh. á bls. 43.
39